Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ýkjur um fjölda hælisleitenda: „Vilja þeir hætta að veita Úkraínumönnum mannúðarvernd?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tekið saman tölfræði varðandi hælisleitendur á Íslandi og sýnir fram á að vandamálið er talsvert minna en margir tala um.

Ólafur skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann tekur saman tölfræði í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Segir hann að í umræðunni um hælisleitendur hafi margir bent á fjölda umsækjenda síðstu tvö árin. Fjöldi umsækjenda voru 4520 árið 2022 og 4155 árið 2023 en mun færri 2021. „Færri hafa leitt hugann að því hversu margir hafa fengið vernd – í samræmi við núgildandi regluverk,“ skrifar Ólafur og birtir svo tölur frá Útlendingastofnun. „Árið 2023 voru umsóknir frá Úkraínu 1618. Veitt mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu voru 1560.

Árið 2023 voru umsóknir frá Venesúela 1586. Hæli fengu 58, en 783 umsóknum var synjað. Margir bíða enn efnislegrar afgreiðslu, en vafalítið munu flestir þeirra fá synjun.

Árið 2023 voru umsóknir frá öllum öðrum löndum 951. 572 slíkar umsóknir fengu efnislega meðferð, 218 var hafnað en 354 fengu vernd.“

Þá segir Ólafur að margar umsóknir bíði afgreiðslu og að flestir virðist sammála um óviðunandi seinagang við afgreiðslu umsókna. „Kúfurinn í óafgreiddum umsóknum er frá Venesúelabúum, sem sóttu um hæli í stórum stíl vegna þess að um árabil fengu þeir hæli af mannúðarástæðum vegna fjöldaflótta eins og Úkraínumenn. Nú hefur því verið breytt og umsóknum mun væntanlega fækka stórlega.“

Að lokum tekur Ólafur saman tölurnar og spyr tveggja áleitinna spurninga:

„Sem sagt: Árið 2023 fengu 1618 Úkraínumenn vernd, 58 Venesúelabúar og 354 frá öðrum löndum. Þeir sem vilja fækka þeim sem fá vernd miðað við 2023 þurfa að svara tveimur spurningum:
1. Vilja þeir hætta að veita Úkraínumönnum mannúðarvernd vegna fjöldaflótta (1618 árið 2023)?
2. Vilja þeir fækka fólki frá öllum öðrum löndum sem fá vernd (412 árið 2023)?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -