Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Tvær konur hlutu áverka eftir líkamsárásir í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvær líkamsárásir í Hafnarfirði voru tilkynntar til lögreglu í nótt. Í bæði skiptin voru það konur sem hlutu áverka eftir karlmenn. Rétt fyrir klukkan tvö í nótt skallar maður konu í andlitið, var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu. Konan var bólgin í andliti.

Þá var manni ýtt á konu á veitingastað í Hafnarfirði, hún féll í gólfið og rotaðist. Konan var með skerta meðvitund og var flutt á bráðadeild. Maðurinn hafði verið að ýta fólki á dansgólfinu og var vistaður í fangageymslu.

Í miðbænum var tilkynnt um líkamsárás við veitingahús en tveir menn voru handteknir grunaðir um árás á dyraverði. Árásarþolar voru með áverka í andliti og lausar tennur.

Upp úr klukkan tvö í nótt var tilkynnt um rúðubrot í Stjórnarráðinu, gerandi fannst þó ekki.

Þá voru einnig brotnar rúður á veitingastað í miðbænum og í skóla í Hafnarfirði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -