Laugardagur 27. apríl, 2024
8.8 C
Reykjavik

Umboðsmaður vill betra verklag á Litla-Hrauni: „Mjög veikir fangar hafa lent í uppákomum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umboðsmaður Alþingis sendi í síðustu viku frá sér tilkynningu um, og beindi henni til Litla-Hrauns, að athuga hvort þurfi að kom á formlegu verklagi varðandi öryggismyndavélakerfinu sem er til staðar á fangelsinu. 

„Upplýst hafði verið að efni úr öryggismyndavélum fangelsisins eyddist jafnan sjálfkrafa að tilteknum tíma liðnum. Ef upp kæmu alvarleg atvik eða kvartað væri yfir einhverju sem sæist í mynd væri það efni vistað. Umboðsmaður bendir á að með formlegu verklagi mætti einnig ná til tilvika þar sem fyrirséð sé að fangi kynni að verða ósáttur, s.s. vegna líkamlegrar valdbeitingar eða annarra inngripa af hálfu fangavarða. Þá ítrekar hann fyrri ósk um að upplýst verði um lyktir endurskoðunar sem standi yfir á verklagi við líkamsleitir á föngum. Dragist hún á langinn þá verði hann upplýstir eigi síðar en 1. júlí 2024 um framvinduna ásamt skýringum á töfum,“ sagði meðal annars í tilkynningu Umboðsmanns Alþingis um málið.

Mannlíf hafði samband við Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu – félags fanga á Íslandi, til að spyrja hann um upptökur á Litla-Hrauni.

„Mér finnst eðlilegt að komið verði á nýju verklagi um upptökur úr eftirlitsvélum fangelsanna þar sem tryggt er að bæði sé efni geymt í ákveðinn tíma þar til það eyðist sjálfkrafa,“ sagði Guðmundur. „Þá er mikilvægt að engir starfsmenn geti skoðað aftur í tímann upptökur nema sérhæfður starfsmaður geri það og þá þarf það að vera skráð hver, hvenær og hvers vegna. Hugsanlega ættu þeir sem myndbandið beinist að, að fá tilkynningu um skoðun á efninu. Það er sjálfsögð krafa að fangelsisyfirvöld fari yfir þessi mál reglulega í samræmi við persónuverndarlög.“

En veit Guðmundur um dæmi um vandamál sem hafa komið upp sem tengjast myndavélakerfinu?

„Nei, við þekkjum ekki dæmi sem við munum eftir í fljótu bragði.  Ég geri ráð fyrir að Umboðsmaður sé að senda út þessa beiðni vegna kvartana frá föngum á Litla-Hrauni út frá OPCAT eftirlitinu.  Þá reyndar þekkjum við að mjög veikir fangar hafa lent í uppákomum sem þeir myndu örugglega ekki vilja að færi lengra. Það er auðvitað alltaf hætta á að þeir sem hafi aðgang að slíku efni geti tekið afrit og misnotað á einhvern hátt. Hér er bara verið að reyna að koma í veg fyrir slíkt og tryggja öryggi bæði vistmanna sem starfsmanna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -