Miðvikudagur 9. október, 2024
1.7 C
Reykjavik

Unnur Sara hlaut Nýsköpunarverðlaun: „Tók ákvörðun um að flýja til Íslands út af útgöngubanni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn hlaut Nýsköpunarverðlaun á degi íslenskrar tónlistar, sem haldinn var í gær, fyrir námskeiðið sitt „Hvernig kemst ég inná Spotify playlista?”.

Unnur Sara hefur komið víða við; gefið út þrjár breiðskífur, haldið fjölmarga tónleika, unnið með hinum ýmsu listamönnum, starfað við tónmenntakennslu og nú síðast deilt þekkingu sinni á markaðssetningu tónlistar í gegnum námskeið og einkatíma.

Ljósmynd: Mariia Golkova

Flúði til Íslands út af útgöngubanni í Frakklandi

„Ég var mjög hissa þegar ég fékk að vita að ég fengi þessi verðlaun. Það er svo stutt síðan ég byrjaði að þora að kalla sjálfa mig frumkvöðul, svo þetta er stór viðurkenning og mikil hvatning fyrir mig til að halda áfram! Ég byrjaði með þessi námskeið fyrir ári síðan. Þetta var skrítið tímabil hjá mér, sem og auðvitað flestum í heiminum,“ segir Unnur Sara.

Kvöldið áður en ég byrjaði með fyrsta námskeiðið á Zoom tók ég ákvörðun um að flýja til Íslands út af útgöngubanni í Frakklandi. Háskólinn sem ég stundaði nám við á þeim tímapunkti var engan veginn búinn að undirbúa viðbragðsáætlun fyrir nýtt útgöngubann, allt var fært yfir á netið, en tölvukerfið þeirra hrundi á hverjum degi og enginn vissi neittÉg fékk ekkert að vita hvenær eða hvort ég ætti að taka jólapróf í desember,“ segir Unnur Sara.

 

Ljósmynd: Katla Sólnes

Veitti gleði að hjálpa svo mörgum öðrum

„Þannig  á þessum tímapunkti var það afskaplega kærkomið fyrir mig að setja fókusinn eitthvert allt annað, í þetta nýja námskeið mitt. Ég er núna eftirá ótrúlega þakklát fyrir að ég hafi borið gæfu til þess að gera eitthvað sem veitti mér gleði og tilgang og var að hjálpa svo mörgum öðrum á þessu erfiða tímabili, þar sem næstum því allt sem maður sem listamaður vildi gera eða gat starfað við var bannað.

- Auglýsing -

Ég held að ástæðan fyrir því að þetta námskeið hefur náð vinsældum er að það kynnir nýja hugsun í markaðssetningu á tónlist. Einstaklingar og fyrirtæki vilja ná fram ákveðinni stemningu í gegnum tónlist og nýta lagalistana á streymisveitum til að ná því markmiði. Sumir af þessum lagalistum eru mjög stórir og með hlustendur um allan heim, svo það er til mikils að vinna.

Ég finn að þegar ég er að deila minni reynslu af þessum málum hér í Frakklandi vekur þetta alveg jafn mikla undrun og áhuga og það gerir á Íslandi. Fólk spyr bara hvar það geti skráð sig á næsta námskeið! Svo það er sennilega næsta skref hjá mér, að snara þessum fyrirlestri yfir á frönsku og ensku!“.

Ljósmynd: Katla Sólnes

Fer af stað með nýjan fyrirlestur

Unnur Sara er nú búsett í Montpellier í suðurhluta Frakklands þar sem hún vinnur í sínum tónlistarverkefnum og námskeiðshaldi.

- Auglýsing -

„Hér er yndislegt að vera. Montpellier er ekki of stór borg og ekki of lítil. Hún er einhvern veginn alveg passleg fyrir mig. Hér er mikið af grænum svæðum og það greinilega skiptir Frakkana miklu máli að skapa fallegt umhverfi, sem er eitthvað sem ég kann virkilega að meta. Hér er líka verið að vinna hörðum höndum að því að minnka mengun með því að niðurgreiða rafhjól og gera almenningssamgöngur eins aðgengilegar og hægt er. Margir af þeim sem eiga bíl hér nota hann einungis þegar farið er í lengri ferðir en taka bara sporvagninn innanbæjar.

 En hvað er framundan?

„Ég verð á Íslandi í janúar og byrjun febrúar. Ég er með nýjan fyrirlestur sem heitir Tónlistarútgáfa frá A – Ö sem ég er að flytja í tónlistarskólum og fyrir fleiri aðila og samtök. Þar fjalla ég um allt sem þarf að hafa í huga við útgáfu á lagi. Ég fer með fyrirlesturinn til Akureyrar og flyt hann einnig hjá Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.

Í leiðinni ætla ég að taka með mér gítarinn og halda nokkra tónleika á landsbyggðinni þar sem ég flyt frönsku tónlistina í akústískum útgáfum  notaleg kaffihúsastemning. Ég er á fullu að púsla dagsetningunum þessa dagana en hægt er að fylgjast betur með því á viðburðinum sem ég er búin að setja upp á Facebook. En það eru ennþá einhverjar dagsetningar lausar fyrir þá sem hafa áhuga á því að fá þennan fyrirlestur eða tónleika.

Unnur Sara tekur á móti fólki í bæði einka- og hóptíma, og geta allir haft samband við hana til þess að bóka tíma.

Ljósmynd: Mariia Golkova

 

Hér má finna tónleikaviðburð Unnar Söru

Hér er svo slóðin á námskeiðið sem Unnur Sara hlaut verðlaunin fyrir, „Hvernig kemst ég inná Spotify playlista?“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -