Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Valdimar varaði þingheim ítrekað við sjókvíeldinu árið 2019 – Fékk ekki eitt svar til baka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valdimar Ingi Gunnarsson sendi þingheimi beiðni um opinbera rannsókn vegna alvarlegra vankanta á vinnubrögðum er snéru að fiskeldi, árið 2019. Ekki einn þingmaður svaraði.

Fyrir viku birti ríkisendurskoðandi kolsvarta skýrslu um sjókvíeldi hér á landi en þar kom meðal annars fram að stjórnsýslan og eftirlit hafi verið  „veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í sátt við bæði samfélag og umhverfi var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mæðir mest á.“

Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kom í kjölfar opinberunar skýrslunar, fram og talaði um hversu svört skýrslan hafi verið og að hér þurfi að gera betur. En nú er komið á daginn að þetta átti ekki að koma neinum á óvart því Valdimar Ingi Gunnarsson sem vinnur við það sem heitir Samfélagsverkefni gegn spillingu, sendi beiðni um opinbera rannsókn á málinu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en hann sendi afrit af beiðninni á alla þingmenn Alþingis. Ekki eitt svar fékkst við beiðninni, þrátt fyrir nokkrar ítrekanir.

Mannlíf er með bréf í höndunum sem Valdimar Ingi skrifaði og sendi á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. Þar fer Valdimar yfir málið og ítrekar enn og aftur þá beiðni sína um opinbera og óháða rannsókn á fiskeldi við landið.

Bréfið má lesa í heild hér fyrir neðan:

Katrín Jakobsdóttir 

- Auglýsing -

Forsætisráðherra 

Alþingi 

101 Reykjavík 

- Auglýsing -

Kópavogur, 13. febrúar 2023 

Þann 20. maí 2019 sendi undirritaður tölvupóst með beiðni um opinbera rannsókn til  stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og allir alþingismenn fengu afrit. Þar var  óskað eftir að gerð væri opinbera rannsókn vegna alvarlegra annmarka á vinnubrögðum  starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Það var  síðan í fjórgang, þ.e. 15. ágúst, 11. september, 24. september og 8. október 2019 send  ítrekun til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en á þessum tíma var Helga Vala  Helgadóttir formaður. Það var einnig auglýst í blöðum haustið 2019 og óskað eftir  viðbrögðum. Beiðnin var síðan ítrekuð við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þann 26.  mars 2021 en þá var Jón Þór Ólafsson formaður nefndarinnar. Þrátt fyrir allar þessar  tilraunir hafa engin viðbrögð eða svör fengist. Greinilegt að flestir hafa ekki áttað sig á  alvarleika málsins, frekar en að þeir hafi viljað hylma yfir verknaðinn. Það er einnig ljóst  að hagsmunaaðilar höfðu grafið um sig í kerfinu, rekið mikinn áróður um mikilvægi  þessa fyrir atvinnulíf á viðkomandi svæðum.  

Undirritaður gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð áðurnefnds starfshóps  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og telur að þau samræmist ekki á nokkurn hátt  góðum stjórnsýsluháttum og kunni í ákveðnum tilvikum að fara gegn ákvæðum  stjórnsýslulaga. Það sem engin viðbrögð voru við minni beiðni um opinbera rannsókn var farið af stað með verkefnið „Samfélagsverkefni gegn spillingu“ í byrjun ársins 2022  til að vinna að framgangi. Í þessu samhengi hefur m.a. verið birt rannsóknaskýrslan „Stefnumótun í fiskeldi: Umræðan, tillögurnar og staðan“ en þessi skýrsla og fleiri gögn  sem undirritaður hefur tekið saman ætti að geta nýst við umbeðna rannsókn.  

Vegna þeirra alvarlegu annmarka á þeim gögnum sem breytingar á lögum um fiskeldi á  árinu 2019 byggði á, telur undirritaður að forsætisráðherra og stjórnskipunar- og  eftirlitsnefnd Alþingis beri að taka málið upp og rannsaka og eftir atvikum að skipa óháða rannsóknaraðila til að yfirfara þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð. 

Virðingarfyllst, 

_____________________________ 

Valdimar Ingi Gunnarsson, 

Sjávarútvegsþjónustan ehf. 

Afrit: 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Alþingismenn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -