Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Var í Bláa lóninu þegar viðvörunarflautur fóru í gang: „Karlarnir gátu farið í mjög snögga sturtu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kyana Sue Powers, áhrifavaldur og samfélagsmiðlastjarna, var stödd í Bláa lóninu á laugardaginn var þegar viðvörunarflautur í Svartsengi fóru í gang. Hún var í miðri myndatöku þegar flauturnar fóru af stað. Hún náði því myndskeiði af atvikinu sem sýndi viðbrögð hennar og lætin frá flautunum og deildi með fylgjendum sínum, sem telja yfir hálfa milljón, á Instagram.

Við myndskeiðið ritaði hún:

„Vegna viðyfirvofandi eldgosahættu var Bláa lónið rýmt með flýti í dag.

Rýmingin gekk mjög hratt fyrir sig og geðshræring hjá fólki var lítil. Ég spurði nokkra í búningsklefanum hvað þeim fyndist og margir voru hræddir en margir voru með skemmtilegt viðhorf til þess, fólk að mínu skapi,“ ritaði Kyana sem sjálf skellihló á myndskeiðinu.

Hún segir að einhverjir hafi enn verið með andlitsmaska lónsins á sér og ekki fengið að þvo þá af sér og að hennar upplifun og tilfinning hafi verið að meiri harka hafi verið meðal starfsfólks kvennaklefans en í karlaklefanum.

„Karlarnir gátu farið í mjög snögga sturtu,“ ritar hún.

- Auglýsing -

Tók 17 mínútur frá Lóni að bíl

„Það liðu 17 mínútur frá því að ég heyrði viðvörunarflautuna og þangað til við komumst að bílnum mínum … “ segir Kyana og útskýrir að hún hafi verið staðsett aftast í lóninu þegar lætin dundu yfir og jafnframt verið lögð aftast á bílastæði Bláa lónsins.

„Við vorum á lengri enda litrófsins. Alls held ég að það hafi tekið 40 mínútur að rýma lónið og hótelin alveg,“ segir hún og telur að um 800 gestir hafi verið á svæðinu á þeim tíma.

- Auglýsing -

Kyana sem hefur unnið ötult markaðsstarf fyrir íslenska ferðaþjónustu. Í færslum sínum auglýsir hún landið sem áfangastað fyrir áhugasama ferðamenn:

„Þetta gæti verið nýtt norm fyrir Bláa lónið að vera opið og lokað með skömmum fyrirvara vegna hugsanlegrar eldvirkni á svæðinu. En nú veistu af minni reynslu, að þeir eru að vinna gott starf við að koma öllum út á öruggan hátt og á réttum tíma.“

Hér að neðan má sjá myndskeiðið og færslu Kyönu:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -