Mánudagur 6. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Varaforseti sveitarstjórnar Múlaþings á móti frumvarpi matvælaráðherra:„Þetta má bara ekki gerast!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Þórisdóttir er síður en svo sátt við frumvarp matvælaráðherra um lagareldi.

Nýtt frumvarp um lagareldi sem hefur verið lagt fyrir Alþingi hefur fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum landsmönnum en ein þeirra er Hildur Þórisdóttir, 2. varaforseti sveitarstjórnar Múlaþings og Seyðfirðingur.

Hildur Þórisdóttir

„Ef að frumvarp matvælaráðherra nær að verða að lögum er það ekki bara svik við byggðir landsins sem eru með sviðna jörð eftir kvótakerfið heldur er beinlínis verið að úthluta einkaaðilum auðlind þjóðarinnar endurgjaldslaust.“ Þannig hefst Facebook-færsla Hildar sem birtist í dag. Rifjar hún svo upp útttekt Ríkisendurskoðunar frá 2023 sem leiddi í ljós „veikburða og brotakennda stjórnsýslu“ eins og hún orðar það.

„Úttekt Ríkisendurskoðunar sem birt var í febrúar 2023 leiddi í ljós að umgjörð sjókvíaeldis við Íslandsstrendur hefur einkennst af veikburða og brotakenndri stjórnsýslu sem var vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif í greininni á undanförnum árum.
Það sem ríkisendurskoðandi gagnrýndi í úttekt sinni hefur raungerst með skelfilegum afleiðingum fyrir lífríkið, eldislaxinn og ekki síst hluthafana með slysasleppingum frjós lax, laxalús og blóðþorra.
Þetta má bara ekki gerast!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -