Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Veganistar æfir út í Háskóla Íslands: „Einhverjum hjá Árnastofnun finnst þetta fyndið…“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það logar allt á spjallsvæði íslenskra veganista á Facebook eftir að vakin var þar inni athygli á beygingarlýsingu Árnastofnunar á hugtakinu veganismi. Þar var gefið í skyn að vegan-lífstíllinn væri ættaður frá djöflinum sjálfum og hann tengdur við hugmyndafræði satanisma.

Eins og áður sagði voru á vef Árnastofnunar – sýndar beygingarmyndir hugtaksins veganisma og þegar röðin var komin að þolfalli, þágufalli og eignarfalli breyttist beygingin úr veganisma yfir í satanisma.

Þessi beygingarmynd af hugtakinu veganisma blasti við netverjum um hríð en hefur nú verið leiðrétt.

Og flestir íslenskir veganistar virðast ósáttir við skilaboðin sem Háskóli Íslands sendir þeim. Kristín er ein hinna ósáttu. „Þetta nær ekki nokkurri átt,“ segir hún. Harpa tekur í sama streng. „Þetta er aumkunarvert og merki um minnimáttarkennd,“ segir Harpa.

Og Magdalena nokkur er alls ekki sátt. „Mér finnst það alls ekki fyndið. Ekki vegna þess að ég sé hrædd við djöful, eða satanista, en þetta á bara ekki heima á vefsíðu opinberra stofnana,“ segir hún.

Arnar er einn þeirra sem bendir á að þetta hafi án efa allt verið í gríni gert. „Þó þú sért vegan þarftu ekki að fórna húmornum. Þetta er bara fyndið og verður líklegast lagað þar sem þú ert búin að vekja athygli á þessu,“ segir Arnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -