Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Sé ég að sumir bregðast bálreiðir við orðum Agnesar biskups – fastir liðir eins og venjulega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson fjallar um ræðu biskups sem sagði á dögunum að á Íslandi væri þöggun í gangi í varðandi Guð almáttugan og að ekki sé vinsælt að nefna hann.

„Það er kona að reyna að lesa úr Lúkasarguðspjalli í útvarpinu en gengur á með eilífum truflunum. Veit ekki hvort þetta er tækið eða móttökuskilyrði guðs kristni í landinu, hallast að því síðarnefnda; engar truflanir núna þegar fagnaðarerindi markaðshyggjunnar hljómar í auglýsingunum. Ég var annars ánægður með jólapredikun séra Elínborgar Sturludóttur í jólamessunni á aðfangadagskvöld, bæði inntakið og flutninginn og ég raulaði milliraddirnar í sálmunum svona eins og þvi varð við komið í því rösklega tempói sem kórinn söng, eins og allir vildu drífa þetta af og flýta sér heim í steikina,“ segir Guðmundur.

„Öllu meiri varð nú trúariðkun mín ekki þessa hátíðardaga, en nú sé ég að sumir bregðast bálreiðir við orðum Agnesar biskups – fastir liðir eins og venjulega þar. Almennt finnst mér að trúmál eigum við að ræða af yfirvegun og virðingu fyrir mannréttindum. Virðingu fyrir þeim mannréttindum að búa yfir trúarsannfæringu um tengingu við almættið, hvernig svo sem það er í laginu – en líka virðingu fyrir  tjáningarfrelsi. skoðanafrelsi, kynfrelsi og frelsi til að klæða sig að vild og vera sá/sú/það sem maður telur sig vera. Frelsi til að óhlýðnast og frelsi til að fara ekki að fyrirskipuðum siðum.“

Guðmundur Andri segir að þó Agnesi hafi á réttu að standa hvað þetta varðar þá þýði það ekki að prestar geti ætlast til þess að þeir muni endurheimta ítök sín:

„Ef foringi kristinna manna á Íslandi segir að fólk veigri sér við að játa trú sina í opinberu rými af ótta við aðkast og smánun þá getum við ekki bara afgreitt það sem einhverja vitleysu og brugðist við með einhverju láttuekkisvona og hættessuvæli heldur þurfum við að taka þessa umkvörtun alvarlega og líta í eigin barm og hugleiða hvort okkur hætti til að smána fólk fyrir að vera kristið. En foringi kristinna manna á á Íslandi þarf líka að gera sér grein fyrir því að sá tími er liðinn að prestar og kirkjunnar þjónar eigi greiða leið að heilabúum barnanna með biblíusögurnar sínar og boðskapinn sem í þeim felst.  Þannig bara er það og er fullkomlega eðlilegt í sekúlaríseruðu samfélagi. Sjálfur ætla ég að ræskja mig og segja svo bráðum „na na na“ og komast að því hvort ég sé enn með Wandering-star-röddina mína og svo ætla ég að ganga út á vit höfuðskepnanna og himinsins og hafsins. Allt er þetta spölkorn frá mér þar sem ég sit hér við eldhúsborðið. Það er nokkurs virði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -