Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sjómenn kolfelldu kjarasamninginn við SFS en skipstjórar samþykktu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félagsmenn Sjómannafélags Íslands kolfelldu kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Samkvæmt vefsíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga kolfelldu sjómenn kjarasamning sem SFS bauð þeim. Kosningunni lauk klukkan 15:00 í dag. Á kjörskrá voru 1.200 manns og var kjörsókn 47,58 prósent.

Niðurstaðan var sú að 180 sögðu já við samningnum eða 31,52 prósent, nei sögðu 385 eða 67,43 prósent. Auðir voru 1,05 prósent.

Þá kemur fram á vefsíðu Afls starfsgreinafélags að Sjómannafélag Grindavíkur og VM hafi einnig kolfellt samninginn en að Skipstjórafélagið hafi samþykkt samninginn með 55 prósent atkvæða.

Mun framkvæmdastjórn Sjómannasambandsins funda fljótlega til að ákveða næstu skref en fram kemur á síðu Afls, að fátt virðist í stöðunni annað en að hefja undirbúning verkfalla. Samningar runnu út árið 2019 og hafa sjómenn verið samningslausir síðan.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -