Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Vesturbæingar í rusli – Borgin kennir Borginni um

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sorphirða hefur ekki staðist áætlanir í Reykjavík og eru Vesturbæingar orðnir langeyðir enda hafa tunnur víða ekki verið tæmdar í tæpa tvo mánuði. Umræða og fyrirspurnir milli nágranna hafa skapast inni á hverfagrúppunni. Í henni má lesa að einhverjir íbúar hafa sett sig í samband við borgaryfirvöld og leitað svara. Þá segist einn íbúinn að ástæða frá borgarstarfsmanni hafi verið vegna slæmrar færðar sökum snjós. En bendir íbúinn jafnframt á að ekki hafi verið tæmdar hjá honum tunnurnar viku áður en fyrsta snjókornið féll.

Íbúar hvattir til að moka frá á meðan grunnþjónustan er í molum

Borgin kennir snjóþyngslum og færð um, en snjómoksturinn er einnig í höndum Borgarinnar. Opinberlega hafa íbúar borgarinnar verið gagngert hvattir til að moka frá tunnunum sínum og huga að aðgengi. Þá segir annar íbúi Vesturbæjar hafa séð ruslabílinn fara inn í íbúðargötu á milli jóla og nýárs en mátt bakka út sökum ófærðar.

Fullt gjald tekið fyrir skerta þjónustu

Einn íbúi bendir á að í þrjú ár hafi vantað upp á sorphirðu í desembermánuði en þrátt fyrir hafi hann ætíð greitt fullt gjald fyrir og segist íhuga að segja upp endurvinnslutunnunni. Þá bendir annar íbúi á að í grófri samantekt á sínu heimili hafi í 40-50 prósent tilvika sorphirða endurvinnslutunnanna ekki verið sinnt eða staðist áætlun. Vert er að geta að borgin hefur sett þá kvöð á að allir skulu vera með og greiða fyrir endurvinnslutunnur.

Sorphirðudagatal

- Auglýsing -

Samkvæmt útgefnu sorphirðudagatali Reykjavíkurborgar kemur fram:

„Sorphirða Reykjavíkurborgar vill vinsamlegast minna íbúa á að moka frá sorptunnum sínum og tryggja að gönguleiðir séu greiðar að þeim til að starfsfólk komist að til að tæma. Einnig er mikilvægt að sjá til þess að bílar og annað hindri ekki aðgengi að sorpgerðum. Starfsfólk sorphirðunnar neyðist til þess að skilja tunnurnar eftir ef það kemst ekki að þeim til að losa.

Sorphirðan er hirða almennt heimilissorp í póstnúmerum 101, 102 og107. Unnið verður lengur þessa vikuna til þess að bregðast við erfiðri færð en búast má við einhverjum töfum. 

- Auglýsing -

Ennþá eru tafir á hirðu á endurvinnsluefnum. Þeir eru að vinna í hverfum 101, 102 og 107. Búast má við einhverjum töfum áfram í næstu viku, en það veltur á færð hversu hratt þetta verður unnið upp.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -