Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Uppnám hjá leiðsögumönnum: „Við neitum að starfa með fólki sem stundar andlegt ofbeldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þá höfum við Dóra Magnúsdóttir loks tekið skrefið og sagt af okkur, ég sem formaður og hún sem ritari í stjórn Leiðsagnar – Félags leiðsögumanna,“ skrifar Jóna Fanney Friðriksdóttir í lokaðri Facebook-færslu í gær. Jóna segir mikið hafa gengið á innan félagsins. „Við tvær erum þó eldri en tvævetra og höfum brallað ýmislegt í lífinu en ALDREI á ævinni höfum við upplifað önnur eins ófaglegheit, rógburð, rætni og óvirðingu gagnvart öðru fólki líkt og fyrirfinnst innan stjórn félags leiðsögumanna. Þar er lyginn sannleikurinn, rætnin daglegt brauð og óvirðingin slík að okkur setti hljóða í fyrstu.“

Þá segir hún þær Dóru ekki ætla sér að vinna áfram með fólki sem beiti andlegu ofbeldi.„Við neitum að vinna áfram með fólki innan stjórnar sem beitt hefur blekkingum, grófum rógburði og andlegu ofbeldi gagnvart samstarfsfólki sínu. En mest svíður okkur að upplifa hvernig þetta fólk hefur virt að vettugi hagsmuni félagsmanna og lýðræðislega uppbyggingu félagsins. Steininn tók úr þegar þessir einstaklingar höfnuðu því að setja erjur og ágreining til hliðar fram yfir gerð kjarasamnings 2024 í því augnamiði að bjarga bandalagi við VR.“

Jóna hefur verið borin þungum sökum að eigin sögn og segir hún þær vera út í bláinn og án nánari útskýringa. „Formaðurinn, ég hef verið borin afar þungum ásökunum nú í nokkra mánuði af þessu fólki án nokkurra röksemda. Það er bara fullyrt út í bláinn og engar frekari útskýringar fylgja. Þannig vinnur þetta fólk, það kann ekki að sinna félagsstöfum með sóma. Þau hafa engar lausnir við málefni en setja heykvíslana hátt á loft þegar aðrir koma með lausnir.

Þetta fólk hefur ekkert fram að færa og kannski höfum við Dóra sem reynslumiklar í félagsstörfum stuðað? Heilbrigt fólk tækju reynslumiklu fólk í félagsstörum og atvinnulífi fagnandi – á þessum bæ urðum við strax óvinsælar og þó aðallega formaðurinn, sem er kona með mikla stjórnunarreynslu og tel ég mig kunna nokkuð til verka.

Í þessu öllu hefur verið gott að hafa hreint hjarta, góða vini og fjölskyldu sem styðja.

Það er með bæði trega og eftirsjá gagnvart félögum í Leiðsögn sem ég segi mig frá formannsstarfinu innar stjórnar félagsins. Ég var full eldmóðs eftir kosningarnar í maí sl. En þegar andleg heilsa er byrjuð að gefa aðeins eftir og stungur heykvíslanna farnar að meiða er ljóst að það er aðeins ein leið fær.

- Auglýsing -

Við Dóra neitum að starfa með fólki sem stundar andlegt ofbeldi!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -