Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Halldór Benjamín sáttur með miðlunartillögu – Mælist til að félagar samþykki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég mun kynna þetta fyrir félagsmönnum og mælast til þess þau til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykki miðlunartillöguna,“ segir Halldór Benjamín Þorgeirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í viðtali við Mannlíf rétt áður en hann gekk til fundar með félagsmönnum sínum, þar sem hann mun kynna þeim nýjar miðlunartillögur sem Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, gaf út rétt í þessu.

Eins og fram kom á blaðamannafundi með ríkissáttasemjara eru lagðar fram tvær megin breytingar en fær fela í sér breytingu á starfsheiti félagsmanna Eflingar sem starfa á gistihúsum.

Aðspurður um breytt starfsheiti innan raða starfsfólksins útskýrir Halldór Benjamín að honum sé ekki kleift að tjá sig um málið að svo stöddu en að: „Það er bara til hægðarauka fyrir framkvæmd samningsins.“

Ríkissáttasemjari lagði til breytingar á launaflokki hjá einum hópi hjá starfsmönnum Eflingar sem starfa á gistihúsum. Í meginatriðum myndi sá hópur færast úr fimmta launaflokki yfir í sjötta launaflokk og myndi það jafngilda 0,58 prósent launahækkun.

Aðspurður segir Hallór Benjamín: „Miðlunartillagan er launatafla SGS félaganna  og  það er ein breyting er varðar einn tiltekinn hóp Eflingarfólks.“

 

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -