Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.9 C
Reykjavik

Viðskiptavinir flýja Fabrikkuna – Sýkingin áfall fyrir Þórólf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf hefur fjallað um undanfarna daga veiktist fjölmennur hópur fólks eftir að hafa borðað á Fabrikkunni í Kringlunni. Fyrst var grunur um matareitrun en í dag er vinnutilgáta Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að um Nóróveiru sé að ræða. Talið er að um 100 manns hafi smitast.

Í samtali við Mannlíf í gærmorgun sagði María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, að staðurinn myndi opna í hádeginu „Staðurinn opnar. Allt sótthreinsað hátt og lágt og starfsmenn hraustir sem eru mættir til vinnu og eldhúsið, búið að gera allar ráðstafanir þar.“ 

Þegar blaðamaður Mannlífs kíkti inn á staðinn í gær kl. 16:30 voru ekki neinir gestir sjáanlegir, hvorki inn í sal né úti á palli. Fabrikkan hefur verið einn af vinsælustu veitingastöðum landsins frá stofnun hans árið 2010 en staðurinn var seldur í fyrra. Nýir eigendur eru Kaupfélag Skagfirðinga, undir forustu Þórólfs Gíslasonar, og Árni Pétur Jónsson og hlýtur þessi sýking að vera mikið áfall fyrir hina nýju eigendur. Fyrir eigendaskipti var hagnaður félagsins sem rak Fabrikkuna tæpar 40 milljónir króna og verður fróðlegt að sjá hversu mikil áhrif þessi sýking mun hafa á rekstur staðarins. 

Ekki náðist í Maríu Rún Hafliðadóttur, framkvæmdastjóra Fabrikkunnar, eða Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -