Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Vill koma eignum Guðna Más til landsins: „Við yrðum ykkur þakklát fyrir greiðasemina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir þarf að koma eignum Guðna Más Henningssonar heitins til Íslands og biðlar til Íslendinga um hjálp.

Tenerife-búinn Anna Kristjánsdóttir skrifaði færslu á Facebook í morgun þar sem hún biðlar til þeirra sem eru á Tenerife í fríi, um að taka eina eða tvær töskur sem fullar eru af persónulegum eignum Guðna Más Henningssonar, útvarpsmanns en hann lést á spænsku eyjunni árið 2021.

Í morgun fóru tvær töskur með eignum Guðna Más áleiðis til Íslands en Anna segir enn 12 töskur eftir á Tenerife og biðlar hún því til lesenda sinna að láta sig vita ef einhver getur tekið með sér eins og eina eða tvær töskur á leið frá Tenerife til Íslands. Tekur hún fram að dóttir Guðna Más muni greiða fyrir þann kostnað sem hlýst af greiðanum.

Færsluna má lesa hér í heild sinni:

„Um Guðna Má Henningsson heitinn og eigur hans.

Í morgun fóru tvær fyrstu töskurnar af eigum Guðna Más heitins áleiðis til Íslands, en það eru samt tólf töskur eftir. Það var eitthvað fólk sem var búið að bjóðast til að taka eina eða tvær töskur með sér til Íslands, en því miður man ég ekki lengur hvaða fólk þetta var.
Því óska ég enn og aftur eftir einhverjum sem geta kippt með einni eða tveimur töskum með sér til Íslands. Þess má geta að töskurnar hafa ekki verið opnaðar í meira en tvö ár, enda geyma þær einungis persónulegar eigur Guðna sem þurfa að komast til dætra hans.

Endilega látið mig vita sem getið orðið við beiðni minni. Við yrðum ykkur þakklát fyrir greiðasemina og svo er í lagi að láta vita að kostnaður sem kann að hljótast af þessum töskuflutningi verður greiddur af dóttur hans.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -