Þriðjudagur 21. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Vill breyta fyrirkomulagi á ákæruvaldi Alþingis: „Breyting á því myndi leysa mörg þau álitamál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Katrín Jakobsdóttir vill ekki að Alþingi sjálft fari með ákæruvald þegar kemur að ráðherraábyrgð.

Á dögunum var Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og nú forsetaframbjóðandi, í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2, að hún sæi eftir framgöngu sinni í Landsdómsmálinu svokallaða, en hún kaus með því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra yrði sóttur til saka í Landsdómi fyrir afglöp í starfi. „Ég get alveg sagt þér það að ég myndi aldrei gera þetta svona aftur,“ sagði Katrín meðal annars í viðtalinu.

Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og lögmaður, skrifaði færslu á Facebook þar sem hún sagði eftirfarandi spurningar hafa vantað í viðtalinu:

1. Ef fyrir liggur skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og skýrsla nefndar sem fjallaði um málið sem komst að þeirri niðurstöðu að lög hefðu verið brotin af tilteknum ráðherra – telur þú að niðurstaða þessara nefnda hafi verið efnislega röng? Ef já, að hvaða leyti?

2. Er þingmönnum stætt á að láta persónuleg tengsl við ráðherrann ráða því hvort horft sé til niðurstöðu rannsóknarnefndar þegar greidd eru atkvæði?
3. Ef þú sérð eftir að hafa greitt atkvæði með ákærunni, er það af því að þú telur ráðherra aldrei eiga að sæta öðru en svokallaðri pólitískri ábyrgð í kosningum?
4. Hefur þú á þeim rúmu tíu árum sem liðin eru lagt fram frumvarp til að afnema þá lagaábyrgð sem finna má í gildandi lögum um ráðherraábyrgð?
5. Sambærileg lög gilda í Danmörku og eru að auki brúkuð þegar þurfa þykir. Þá sækjum við fjölmargar aðrar fyrirmyndir þangað. Á annað að gilda um ráðherra og ábyrgð þeirra?

Mannlíf sendi spurningarnar á Katrínu þann 2. maí og fékk svörin rétt í þessu.

„Öll verk mín frá tíma mínum í stjórnmálum eru skrásett og liggja fyrir, þar á meðal þau atriði sem fyrirspurnin beinist að. Ráðherrar þurfa að sæta ábyrgð en ég hef talið að það fyrirkomulag að Alþingi sjálft fari með ákæruvald vegna ætlaðra embættisbrota ráðherra sé ekki gott. Breyting á því fyrirkomulagi myndi leysa mörg þau álitamál sem reifuð eru í fyrirspurn þinni.“ Þannig hljóðar svar Katrínar en hún segist enn fremur hafa lagt fram tillögu til breytinga á stjórnarskrá fyrir nokkrum árum:

„Ég hef því sagt að ég myndi ekki vilja endurtaka ferlið með sama hætti og gert var og þess vegna lagði ég fram tillögu til breytinga á stjórnarskrá veturinn 2020-2021. Þá liggja fyrir drög að frumvörpum sem ég lét vinna í tengslum við stjórnarskár um breytingar á lögum um ráðherraábyrgð og landsdóm, óháð breytingum á stjórnarskrá.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -