Fimmtudagur 2. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Vill í Heimsmetabók Guinness fyrir nektarmyndir á Íslandi – Kveikti reiði margra Íslendinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær var fjölluðu margir íslenskir miðlar um brasilísku Playboystjörnuna, Cris Galera, sem birti brjóstamynd af sér við skilti Vegagerðarinnar sem tilgreindi Grindavík. Galera var á Íslandi yfir áramótin með unnusta sínum, segir á The Sun. Hún þurfti að leita læknisaðstoðar sökum ofkælingar eftir að hafa setið fyrir hálfnakin í snjóstormi.

Skjáskot/The Sun

Samkvæmt heimildum The Sun er stjarnan nú í samvinnu við ráðgjafa að sækja um skrásetningu í Heimsmetabók Guinness fyrir „Lengstu kvenkyns-nektarljósmyndatöku í snjóstormi“.

Þrátt fyrir tilskipanir yfirvalda um rýmingu var Cris staðföst og staðráðin í að gera ferð sína eftirminnilegri. Í samtali við miðilinn segir Galera: „Ég elska að vera nakin og þegar ég var á Íslandi hugsaði ég með mér; Af hverju ekki hér?“ Það tók stjörnuna fimm daga að safna í sig kjarki og láta að verða.

Galera var heilar 10 mínútur í Evuklæðunum einum í nístingsgaddi.

„Ég var næstum 10 mínútur án úlpunnar,“ sagði Cris.

„Hámark sem þú getur dvalið er þrjár mínútur, en mig langaði að gera mikið af myndböndum, mikið af myndum og ég var næstum að deyja.“

- Auglýsing -
Hendur Cris Galeru voru eldrauðar og tilfinningin í fingrunum farin að dofna. Mynd/The Sun

Galera þurfti að leita sér læknisaðstoðar sökum ofkælingar og var komið fyrir í funheitu herbergi í um það bil klukkustund með teppi og fékk heitt te. Hún segist hafa komist klakklaust undan hremmingunum.

Myndin af Galeru við skilti Vegagerðarinnar sem vakti reiði margra Íslendinga. Mynd/skjáskot

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -