Laugardagur 18. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Völvan reynist sannspá: Míkróskammtar af ofskynjunarlyfjum í meðferð geðsjúkdóma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Örskammtar eða míkróskammtar af ofskynjunarlyfjum til meðhöndlunar geðsjúkdóma eru umfjöllunarefni kvöldsins í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV. Það ætti ekki að koma völvu Mannlífs á óvart.

„Annars konar umræða um tabú málefni tengd geðheilsu og spiritúalisma mun fjalla um ýmsar „alternative“ lækningaraðferðir, jurtir og fleira. Meira verður rætt um smáskammta af sveppum til andlegra lækninga, CBD-olíu og fleira. Fólk vill prófa nýjar leiðir og þótt það verði tekist á um þessi mál og hreint ekki allir sammála, þá verður umræðan sjálf meira áberandi en áður.“ Svo sagði í spá völvunnar fyrir árið 2022.

Í Kveiksþætti kvöldsins verður meðal annars rætt við Guðrúnu Helgu Árnadóttur sem glímir við geðhvörf og prófar meðferð með örskömmtum ofskynjunarsveppa til meðhöndlunar á sjúkdómi sínum. Hún segir að veikindi sín hafi ágerst undanfarin ár og að hefðbundin geðlyf hjálpi ekki nægilega vel við að ná jafnvægi. Að örskammtameðferðinni lokinni segist Guðrún Helga finna jákvæðar breytingar á líðan sinni.

Völvan glottir eflaust út í annað, viss um að út frá þessu muni spinnast miklar umræður í samfélaginu. Hún sagðist hafa áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar, sem og stöðunni hvað varðar sálfræðiþjónustu, sem enn er ekki niðurgreidd.

„Ég hef miklar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar. Henni fer hrakandi og áfram fer tilfellum kulnunar fjölgandi. Við erum líka að verða daprari, þunglyndari og kvíðnari. Inntaka geðlyfja er að aukast. Enda skyldi engan undra, í kerfi sem niðurgreiðir ekki sálfræðiþjónustu.

Árið 2022 mun hefjast uppgjör í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Geðdeild verður endanlega vanhæf í að takast á við biðlista og æ fleiri fá ekki þá aðstoð sem þeir þurfa.

- Auglýsing -

Í kjölfarið verður umræða um hið andlega, trú og kærleika meira áberandi. Margir munu opna á annars konar aðferðir til þess að takast á við vanlíðan, utan heilbrigðiskerfisins. Þarna sýnist mér að tabú umræða varðandi einhvers konar trú, í hvaða mynd sem hún er, muni opnast meira og fæða af sér eitthvað fallegt og stórt í samfélaginu. Fólk fer að finna einhverja aukna þörf fyrir trú og umræða um einhvers konar æðri mátt, sálina og slíkt verður fyrirferðarmeiri og heyrist á hinum ólíklegustu stöðum.

Hvað geðsjúkdóma varðar sé ég aukna umræðu og fræðslu um geðklofa á árinu og hvernig hægt sé að lifa með sjúkdómnum. Þetta er einn af þeim geðsjúkdómum sem mætt hafa hvað mestum fordómum.“

Lesið meira úr þessum hluta spár Völvunnar hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -