Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í skýrslu skiptastjóra þrotabús WOW air kemur fram að það sé enn í viðræðum við nokkra aðila um sölu á vörumerkinu WOW air, lénum félagsins, bókunarvél og ýmsu lausafé sem tengist rekstri félagsins. „Þær viðræður ganga ágætlega og vonast skiptastjórar til þess að ljúka samningum um sölu þeirra eigna.“

Eini áhugasami kaupandinn sem greint hefur verið frá opinberlega er bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin. Hún gerði kaupsamning um valdar eignir úr þrotabúi WOW air í júlí en honum var síðan rift. Hún kom svo í viðtal við ViðskiptaMoggann skömmu síðar og þar fullyrti hún að búið væri að tryggja milljarða króna til reksturs nýs flugfélags á grunni WOW air sem ætti að duga næstu tvö árin.

Í lok júlí var kaupunum hins vegar rift vegna þess að síendurtekið hafði dregist að borga fyrstu greiðslu samkvæmt kaupsamningi sem gerður var milli félags Ballarin og þrotabúsins. Heildarumfang viðskiptanna átti að vera ríflega 180 milljónir króna og sú greiðsla að greiðast í þremur nokkuð jöfnum áföngum.

Ballarin var svo stödd hér á landi á ný um miðjan ágúst. Fréttavefurinn Túristi.is sem sérhæfir sig í ferðaþjónustutengdum fréttum greindi þá frá því að erindi hennar væri að að reyna aftur við stofnun nýs flugfélags á grunni WOW air. Hérlendis voru fulltrúar hennar sagðir almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson og lögmaðurinn Páll Ágúst Ólafsson.

Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, sagði á þeim tíma, í samtali við Kjarnann, að Ballarin hefði ekki sett sig í samband við þrotabúið á ný.

Ítarlega fréttaskýringu um málið má lesa í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vefsíðu Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -