Mánudagur 20. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Yfirvöld sáu ekki ástæðu til að setja forstjóra í fjarveru Helgu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómsmálaráðuneytið taldi ekki ástæðu vera fyrir því að setja utanaðkomandi forstjóra yfir Persónuvernd, fram að forsetakosningum.

Eins og fram hefur komið í fréttum var Sara Lind Guðgeirsdóttir sett sem forstjóri yfir Orkumálastofnun tímabundið, á meðan Halla Hrund Logadóttir er í forsetaframboði. Athygli vakti að ekki hafi verið settur forstjóri í fjarveru annars forsetaframbjóðanda, Helgu Þórisdóttur sem gengt hefur embætti forstjóra Persónuverndar síðustu átta árin. Staðgengill innan stofnunarinnar var fenginn til að stíga inn í störf Helgu, á meðan á kosningabaráttunni stendur.

Sjá einnig: Yfirvöld svara fyrir skipan Söru Lindar – Álag, verkefnaþungi og halli í leyfisveitingum

Mannlíf barst skriflegt svar frá Dómsmálaráðuneytinu, sem Persónuvernd heyrir undir en miðillinn spurði hvers vegna ekki hafi verið settur tímabundinn forstjóri í stað Helgu, líkt og gert hafi verið í tilfelli Höllu Hrundar. Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekki hafi verið talin ástæða til að setja utanaðkomandi forstjóra í þann stutta tíma sem var til forsetakosninga.

Svarið má lesa hér:

„Helga Þórisdóttir óskaði eftir leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar frá og með 27. mars 2024. Staðgengill forstjóra í hennar fjarveru er Helga Sigríður Þórhallsdóttir, lögfræðingur, sem hefur starfað hjá stofnuninni síðan 2015, nú síðast sem sviðsstjóri alþjóða- og fræðslusviðs. Ekki var talin ástæða til að auglýsa eftir eða setja utanaðkomandi forstjóra í þessa rétt rúmu tvo mánuði sem voru til forsetakosninga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -