Mánudagur 20. maí, 2024
5.1 C
Reykjavik

Yfirvöld svara fyrir skipan Söru Lindar – Álag, verkefnaþungi og halli í leyfisveitingum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ákveðið var að ráða tímabundinn Orkumálastjóra í fjarveru Höllu Hrundar Logadóttur, vegna mikils álags og halla í leyfisveitingum. Þetta kemur fram í svörum umhverfis, orku- og loftlagsmálaráðuneytinu við spurningu Mannlífs.

Mannlíf fjallaði um ósammræmi í forstjóramálum ríkisstofnanna á dögunum en athygli vakti þegar Sara Lind Guðgeirsdóttir var sett sem tímabundinn forstjóri Orkumálastofnunar, á meðan Halla Hrund stendur í forsetakosningabaráttu. Helga Þórisdóttir, sem einnig er í framboði til forseta, fór einnig í leyfi sem forstjóri Persónuverndar en þar á bæ hljóp staðgengill hennar í skarðið á meðan á kosningabaráttunni stendur.

Sjá einnig: Sláandi ósamræmi í forstjóramálum – Sara sett í stað Höllu en enginn fyrir Helgu

Anna Sigríður Einarsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis, orku- og loftlagsmálaráðuneytinu, svaraði Mannlífi sem spurði að dögunum út í ástæðuna fyrir því að forstjóri hafi verið settur tímabundið í stað Höllu Hrundar en ekki í tilfelli Helgu Þórisdóttur. Samkvæmt svarinu er ástæðan meðal annars sú að mikið álag hvílir á Orkumálastofnunar, halli sé á leyfisveitingum og að ekki hafi verið skilgreindur staðgengill hjá stofnuninni.

„Að tekni tilliti til mikils álags, verkefnaþunga og halla í leyfisveitingum hjá Orkustofnun og þar sem ekki var skilgreindur staðgengill orkumálastjóra hjá stofnuninni, þá var það mat ráðuneytisins að rétt væri á meðan á leyfi Höllu Hrundar stendur, að setja tímabundið í embætti orkumálastjóra. Settur orkumálastjóri vinnur hörðum höndum að því að vinna á halla í leyfisveitingum líkt og fram kom í fréttatilkynningu um skipun Söru Lindar Guðbergsdóttur.“

Mannlíf bíður eftir svörum frá dómsmálaráðuneytingu varðandi ástæðuna fyrir því að staðgengill forstjóra var látinn duga fyrir Persónuvernd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -