Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

„Yngsti fangi landsins“: Sviptur reynslulausn og situr áfram í fangelsi – Grunaður um skotárás

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrannar Fossberg Viðarsson, var úrskurðaður í dag af Landsrétti að afplána eftirstöðvar refsingar af dómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018, en honum var veitt reynslulausn árið eftir. DV fjallaði um málið.

Hrannar er grunaður um skotárás á par í Grafarholti aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar síðastliðins. Félagi Hrannars var einnig handtekinn, en Hrannar er sá sem grunaður er um að hafa skotið á parið. Verknaðurinn er talinn hafa verið út af afbrýðisemi en samkvæmt úrskurðinum voru Hrannar og konan áður par.

Áverkar hennar voru lífshættulegir, en byssuskot Hrannars hæfði konuna í kviðinn og maðurinn fékk skot í læri. Konan þurfti að gangast undir aðgerð til að fjarlægja byssukúluna úr líkama hennar.

Samkvæmt úrskurðinum játaði hinn maðurinn að hafa ekið Hrannari á vettvang. Þegar komið var að heimilinu í Grafarholti urðu mennirnir varir við fyrrverandi unnustu Hrannars. Hrannar hafi þá kallað til konunnar og hafi þá skotið úr byssu í átt að parinu.

Púðurleifarannsóknir lögreglu eru sagðar styðja við framburð félaga Hrannars en þær gefa til kynna að skotið hafi verið út um farþegaglugga bílsins en Hrannar sagt í farþegasætinu frammi í, félagi hans sat hins vegar undir stýri.

Fékk þann vafasama heiður að vera yngsti fangi landsins

Hrannar hefur rætt um í fjölmiðlum erfiða ævi, en hann á langan brotaferil að baki. Hann leiddist ungur út í neyslu og kom að lokuðum dyrum í kerfinu þegar hann reyndi að leita sér hjálpar. Þegar hann var sextán ára gamall hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsáras en hann var aðeins 15 ára gamall þegar brotin áttu sér stað.

- Auglýsing -

Í desember 2017 var hann titlaður á Vísi yngsti fangi landsins en þá var hann vistaður í síbrotagæslu á Hólmsheiði aðeins 18 ára að aldri. Þar hafði Hrannar orð á því að fangelsið væri besta meðferðarúrræði sem hann hafði komist í kynni við en lítið væri við að vera varðandi vinnu og að hann hafi ekki fengið nein svör við tilraunum sínum til að skrá sig í framhaldsskólanám.

Í febrúar 2018 greindi Hrannar frá því þegar í viðtali við DV þegar hann var þá nýorðinn 19 ára gamall að hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot – meðal annars  fyrir brot á vopna-, fíkniefna-, og umferðarlögum auk hótana um ofbeldi.  Þungur dómur Hrannars helgaðist af því að með afbrotunum hafði hann rofið hinn skilorðsbunda dóm sem hann hlaut tveimur árum fyrr.

Hrannar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. febrúar vegna skotárásarinnar í Grafarholti. Rannsókn Grafarholtsmálsins er sögð vera á lokastigi en Hrannar er að verða búinn að afplána leyfilegan hámarkstíma gæsluvarðhalds.

- Auglýsing -

HÉR er hægt að lesa úrskurðinn í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -