Fimmtudagur 5. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Irons ræðir umdeild ummæli á Berlinale

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikarinn Jeremy Irons neyddist á fimmtudag til að svara fyrir ýmis gömul ummæli á blaðamannafundi dómnefnd Berlinale;alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlin, en tilkynnt var í janúar að hann hefði verið valinn til að fara fyrir nefndinni.

Ummælin snerta ýmis umdeild málefni en Irons sagði m.a. árið 2011 að konur ættu að höndla það þótt menn snertu á þeim afturendann: „Þetta eru samskipti. Getum við ekki verið vinsamleg?“ spurði hann í viðtali við Radio Times í Bretlandi.

Þá hefur hann varið kirkjuna fyrir að kalla meðgöngurof „synd“ og sagði árið 2013 að hjónabönd hinsegin fólks gætu freistað feðra til að giftast sonum sínum til að þurfa ekki að borga erfðaskatt.

Á blaðamannafundinum sagðist Irons þegar hafa beðist afsökunar á ummælum sínum en hann vildi ítreka að hann styddi konur í baráttunni gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi og væri sömuleiðis fylgjandi hjónaböndum hinsegin fólks og rétti kvenna til að velja meðgöngurof.

Sagði hann um að ræða mannréttindi sem væru nauðsynleg siðmenntuðu og mannúðlegu samfélagi.

Variety sagði frá.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -