Laugardagur 7. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Íslendingar hafa áhyggjur af spillingu í stjórnmálum og fjármálum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir fjármálahrunið árið 2008 hrundi traust til helstu stofnana samfélagsins og þá sérstaklega til Alþingis og fjármálastofnana. Illa hefur gengið hjá stjórnvöldum að endurheimta traustið í kjölfarið og í niðurstöðum síðustu könnunar Gallups, sem birt var í febrúar 2019, um traust til stofnana  kemur í ljós að traust til Alþingis mælist einungis 18 prósent. Það er um 11 prósentustigum minna en í könnun Gallups árið áður.

 

Í sömu könnun mælist bankakerfið með 20 prósent traust. Undanfarinn áratug hefur það verið í neðsta sætinu, en er nú í þriðja neðsta sæti. Minnst er traustið til borgarstjórnar Reykjavíkur eða um 16 prósent og hefur það nánast helmingast frá árinu 2015.

Aðrar kannanir hafa jafnframt sýnt að Íslendingar hafa áhyggjur af spillingu í stjórnmálum. Í könnun MMR frá því í maí síðastliðnum voru svarendur spurðir um hvaða þremur atriðum þeir hefðu mestar áhyggjur af á Íslandi eða í íslensku samfélagi og nefndu flestir spillingu í stjórnmálum og fjármálum eða alls 45 prósent.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð umtalsverð áhersla á traust. Þar stendur meðal annars: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu.“ Til að fylgja þessu markmiði eftir skipaði Katrín starfshóp strax í janúar 2018 sem hafði það hlutverk að efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -