Föstudagur 29. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ísrael meinar bandarískum þingkonum inngöngu í landið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að heimila tveimur bandarískum þingkonum ekki inngöngu í landið. Þessar sömu þingkonur hafa orðið fyrir rasískum árásum af hendi Donalds Trump.

Þingkonurnar, Rashida Tlaib og Ilhan Omar, áttu að lenda í Ísrael á morgun. Áður höfðu ísraelsk stjórnvöld gefið út að þær myndu fá inngöngu inn í landið en nú síðdegis var greint frá því að það leyfi hafi verið afturkallað. Í millitíðinni hafði Donald Trump úthúðað þingkonunum á Twitter, sagt þær hata gyðinga og Ísrael og að ísraelsk stjórnvöld sýndu veikleikamerki með því að leyfa heimsókina.

Þær Tlaib og Omar voru á meðal þeirra fjögurra þingkvenna sem Trump hvatti til að fara aftur til síns heima ef þeim líkaði ekki við ástandið í Bandaríkjunum. Báðar eru þær bandarískir ríkisborgarar. Árásir Trump voru fordæmdar og þær sagðar opinbera djúpstæða kynþáttafordóma forsetans.

Ekki hefur verið gert opinbert hver það var sem tók ákvörðunina um að koma í veg fyrir heimsóknina. Þær hafa báðar lýst yfir stuðningi við BDS hreyfinguna svokölluðu sem kalla eftir sniðgöngu á ísraelskum vörum vegna framgöngu Ísraels gagnvart Palestínu. Í lögum Ísraels er heimilt að meina þeim sem styðja hreyfinguna inngöngu í landið en erindrekar og stjórnmálamenn fá alla jafna undanþágu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -