Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Jakob Bjarnar minnist Fréttablaðsins: „Þá var ekki lengur hægt að þegja og svæfa mál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson tjáir sig um brotthvarf Fréttablaðsins.

„Ef maður vissi ekki hversu getulaus söfnuður pólitíkusar eru væri augljós ályktun að draga að þeir hatist við fjölmiðla. Þó þeir þori ekki að láta neitt slíkt tal út fyrir sínar varir; þeir vilji þá beinlínis feiga.“

Bætir því við að það að „Fréttablaðið sé nú komið í þrot eru vatnaskil í rekstri fjölmiðla á Íslandi. Þegar það á sínum tíma náði þeirri stöðu að vera stærsti fjölmiðill landsins myndaði blaðið nauðsynlegt mótvægi við Morgunblaðið. Þá var ekki lengur hægt að þegja og svæfa mál.“

Að mati Jakobs Bjarnars er „Ísland helsjúkt af meðvirkni; hafa fjölmiðlar þjónað hér dyggilega sem blóraböggull fyrir flest sem aflaga fer. Þeir sem eru kannski ekki að hnjóta um vitsmunina skilja þetta sem svo að þeim beri að vera illa við fjölmiðla. Og þetta hafa ýmsir óvandaðir pólitíkusar misnotað og efnt til óvinafagnaðar.“

Segir:

„En fólk er þá að æpa gegn eigin hagsmunum. Við erum korter í að einu upplýsingarnar aðgengilegar almenningi á Íslandi verði hanteraðar og fram bornar af hagsmunaöflum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Og nei, þú ferð ekkert bara á Facebook og finnur fréttirnar þar — skammsýni jólasveinninn þinn. Ég starfaði lengi á Fréttablaðinu og á þaðan margar magnaðar minningar. Þarna starfaði sérdeilis frábært fólk og gerði þar til í dag.

- Auglýsing -

Fjölmörgum vinum mínum á Torgi sendi ég mínar bestu kveðjur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -