Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Jarðskjálftinn í morgun sá stærsti á Reykjanesskaga frá upphafi mælinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jarðskjálftinn sem varð í morgun norðaustur af Grindavík að stærð 5,2, er einn sá stærsti á Reykjanesskaga frá upphafi mælinga. Talsvert af eftirskjálftum fylgdu í kjölfarið.

Sjá einnig: Viðbrögð íbúa Grindavíkur við risaskjálfta í morgun: „Mér leið skelfilega, ég er ofboðslega hrædd við jarðskjálfta“

Fyrstu fregnir og upplýsingar á heimasíðu Veðurstofu Íslands, vedur.is, sögðu skjálftann 4,0 að stærð, síðan hækkaði stærðin í 4,6 og jafnvel meira, en eftir endurmat á skjálftanum var staðfest að hann var 5,2 að stærð.

Árið 1973 í september varð skjálfti að stærð 5,3 á svipuðu svæði og árið 2013 var skjálfti að stærð 5,2 á Reykjanestá.

Á heimasíðu Veðurstofunnar segir að ekkert landris mælist lengur og líklegasta skýringin sé að kvikuinnflæði sé lokið í bili. Óvissustig Almannavarna er enn í gildi.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -