Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Jóhann vill taka á lífeyrissjóðunum: „Þetta eru okkar eigin íslensku olígarkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það eru allt of margar stjórnir, framkvæmdastjórar, lífeyrissjóðsstjórar og þar fram eftir götunum á launum. Þar er að auki svimandi hár rekstrarkostnaður,“ segir Jóhann Sigmarsson, formaður Landsflokksins. Hann segir að lífeyrissjóðir séu allt of margir í landinu ef miðað er við tæplega 369.000 manna þjóð.

„Skemmst er að minnast þegar að upp komst um svindl í apríl. Að Init hefði um árabil rukkað lífeyrissjóði fyrir vinnu sem efasemdir væru um að stæðist lög. Þá hefðu hundruð milljóna króna streymt úr félaginu til dótturfélagsins Init-reksturs, sem virtist ekki hafa annan tilgang en að fela arðgreiðslur þess“.

Hann bendir á að oft séu það atvinnurekendur stórfyrirtækja sem sitji í stjórnum umræddra sjóða og kaupi hlutabréf í fyrirtækjunum sínum eða vina sinna fyrir milljarða og jafnvel tugmilljarða króna.

„Líka eru tekin ríkisbankalán út frá því og stofnað til skulda. Eigendur borga sjálfum sér arð út frá þessum kaupum og lánum sem að renna svo í skattaparadís til að sleppa við skattlagningu. Þá lenda þessi fyrirtæki í rekstrarvanda sem að er oft reddað með því að skipta um kennitölu,“ og nefnir Jóhann.

Hann nefnir dæmi um það hvernig önnur lönd taka á þessum málum.

„Í Frakklandi er óheimilt að borga arð sem kemur inn vegna lífeyrissjóða eða ríkisbankalána. Í Þýskalandi sem er 84 milljóna manna þjóð er einn lífeyrissjóður sem gildir fyrir alla. Við viljum nánari samvinnu við lífeyrissjóði og að þeir dreifi sér betur á atvinnugreinar í landinu og fjárfesti í fleiri litlum og meðalstórum fyrirtækjum í formi smærri styrkja, lána og hlutabréfakaupa. Að öllum verði óheimilt að borga arð úr fyrirtækjum sem eru á ríkisbankalánum, ríkisstyrkt eða fjárfest er í af lífeyrissjóðum“.

- Auglýsing -

Að mati Jóhanns mega „stjórnarmenn ekki hafa nein hagsmuna- eða persónuleg tengsl við ákvarðanatöku eða hverskyns vanhæfi. Við ætlum einnig að beita okkur fyrir því að stórafskriftir fyrirtækja verði rannsakaðar. Finnist eitthvað óeðlilegt og óheiðarlegt við afskriftirnar verða þeir sóttir til saka sem á þeim bera ábyrgð. Allar eigur þeirra verða gerðar upptækar í ríkissjóð sem skilar sér í formi bættra atvinnuvega, uppbyggingu innviða landsins og lægri sköttum á almenning og fyrirtæki í landinu.“

Og hann spyr:

„Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að gamla pólitíkin vinnur ekki fyrir fólkið í landinu? Þá á ég við flokka eins og Samfylkinginguna, VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokk, eða flokkar klofnir út frá þeim – Miðflokkurinn og Viðreisn. Þessir flokkar hafa ekki áhuga á að breyta neinu til góðs í þjóðfélaginu þó þeir segi það alltaf fyrir kosningar. Vegna þessa fá örfá mál fram að ganga. Í undirliggjandi stefnu þessara flokka eru þeir allir tengdir við fáveldisstjórn. Óformlega getur hugtakið fáveldi vísað til fámenns hóps sem vegna einhverskonar sérréttinda hefur komist til valda. Flokkarnir hafa einnig verið tengdir við fáveldisstjórn sökum ítaka stórfyrirtækja og milljarðamæringa við stjórn landsins,“ líkir þessu fólki við hina rússnesku olígarka:

- Auglýsing -

„Þetta eru okkar eigin íslensku olígarkar sem spruttu upp eins og gorkúlur úr einkavæðingu bankanna vegna spillingar þáverandi og núverandi stjórnvalda í landinu. Ef fólk vill að þjóðfélagið breytist til hins betra þá ætti almenningur ekki að kjósa þessa flokka. Fólk hefur oft brennt sig á kosningaloforðum þessara flokka sem að engu verða nema svikin fyrirheit eftir kosningar. Þvílíkt blaður, lygar, spilling valdagræðgi og kostnaður fyrir þjóðina að treysta þessum flokkum fyrir velferð samfélagsins fyrirfinnst ekki í öðru lýðræðisríki á vesturlöndum,“ og segir einfaldlega að „þjóðin á að fara að hugsa sem heild, en ekki fyrir einhverjar smáklíkur sem þessir flokkar eru.

„Megnið af íslenskum þingmönnum og ráðherrum líta svo stórt á sig að þeir kunna ekki að fara með völd. Vald er ekki eitthvað sem kemur frá hroka, frekju, hræðsluáróðri, þvingunum, skipunum eða að valta yfir fólk með niðurlægingu. Það er sjálfsprottið þegar að þú sýnir fólki í kringum þig umhyggju, skilning, virðingu og leiðsögn. Þá fær fólk trú og treystir á þig. Það eru raunveruleg völd.“

Jóhann vill breytingar, það er á hreinu:

„Ef það yrði persónukjör þá myndu valdagræðgi, spilling og ósamvinnuþýðu frekju vandamál heyra sögunni til. Það yrðu engir stjórnmálaflokkar, hvorki í ríkisstjórn né í stjórnarandstöðu. Fólk gæti þá líka væntanlega starfað saman á Alþingi. Almenningur gæti lagt af þessa klíkumyndun sem að þessir flokkar eru og sameinað þannig betur þjóðina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -