Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Jón Ársæll sýknaður: „Er hægt að taka mig út úr þessu?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þættirnir Paradísarheimt sem fjölmiðlamaðurinn Jón Ársæll Þórðarson hafði umsjón með vöktu athygli er þeir voru sýndir á RÚV; fjallaði fyrsta þáttaröðin um fólk á Íslandi með geðrænan vanda; önnur þáttaröðin fjallaði um fanga; sú þriðja um fólki sem batt ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir.

Viðmælandi einn í þáttaröð númer tvö stefndi Jóni Ársæli, sem og Steingrími Jóni Þórðarsyni, samstarfsmanni hans; einnig RÚV – vegna viðtals sem birtist við viðmælandann; vildi fjórar milljónir króna í miskabætur.

Viðmælandinn taldi sig hafa tekið til baka samþykki sitt fyrir birtingu viðtalsins í þáttarðinni með því að senda tölvupóst á Jón Ársæl þar sem spurt var:

„Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“

Sýknun varð niðurstaðan hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, sem taldi viðmælandann hafa mætt sjálfviljugann í viðtal; hefði veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi sína; alveg meðvituð um í hvaða tilgangi viðtalið var tekið.

Kemur fram á RÚV að Landsréttur hafi snúið dómnum við að hluta; taldi að túlka bæri tölvupóstinn til Jóns Ársæls þannig að eigi hefði legið fyrir skýrt né ótvírætt samþykki viðmælandans.

- Auglýsing -

Einnig að þar sem Jón Ársæll var sá eini sem fékk póstinn var hann dæmdur til að greiða viðmælandanum 800 þúsund krónur.

Hins vegar er Hæstiréttur ekki sammála túlkun Landsréttar; segir að samþykki viðmælandans í orði og hafi legið ljóst fyrir.

Jón Ársæll hafi alveg mátt líta á að samþykkið stæði óhaggað og telur dómurinn jafnframt að umfjöllunin hafi hvorki verið ósanngjörn né ómálefnaleg; Jón Ársæll sem fjölmiðlamaður njóti tjáningarfrelsis; að þær upplýsingar sem hann hafi komið fram með í þættinum, og sneru meðal annars um brot konunnar, ítrekaða fangelsisvist og áfengisneyslu, hafi eigi verið umfram það sem viðmælandinn upplýsti sjálfur um. Vinnubrögð Jóns Ársæl hafi því verið í samræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins.

- Auglýsing -

Bent er á að Hæstiréttur telji umfjölluninina í þættinum áðurnefnda vera framlag til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu; að persónuupplýsingar viðmælandans hefðu eingöngu verið unnar í þágu fréttamennsku og var því Jón Ársæll sýknaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -