Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Jón Gunnarsson vill leyfa rafbyssur: „Ákall eftir þessu frá lögregluembættunum og lögreglumönnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það hefur verið farið ítarlega yfir þetta með lögreglunni á undanförnum mánuðum og reynslu annarra þjóða sem að hafa notað þessi rafvarnarvopn með mjög góðum árangri og í kjölfarið á þeirri yfirferð, eins og ég hef áður greint frá í fjölmiðlum að hefur verið í gangi, þá höfum við tekið ákvörðun um að innleiða þetta hér og það er ákall eftir þessu frá lögregluembættunum og lögreglumönnum,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við ruv.is.

Jón segir miður hvernig samfélagið hafi þróast með þeim hætti að taka þurfi slíkt skref til að tryggja öryggi lögreglumanna; vaxandi ógn sé vegna aukins vopnaburðar í samfélaginu og tíðni slysa á lögreglumönnum hefur aukist.

Nefnir einnig að beiting rafbyssa hafi í öðrum löndum fækkað slysum á lögreglumönnum um tugi prósenta sem og á þeim sem verið er að taka höndum.

Jón ætlar að gera reglugerðarbreytingu sem heimildar notkun þessa búnaðar og spurður um hættuna af þessum vopnum segir hann að engin vopn séu alveg hættulaus:

„Við teljum að hættan af þessu sé mun minni þegar kemur að valdbeitingum og þá hættan á líkamstjóni heldur en er af beitingu þeirra úrræða sem að lögreglan hefur í dag, eins og kylfu og slíku.“

Jón nefnir að skýrar reglur verði settar um heimildir til að beita rafvopnum; segir nýjustu útgáfur búnar myndavélum og því hægt að rekja notkunina og hann býst við að rafvopn gætu verið komin í notkun eftir um hálft ár; það fari eftir því hvernig útboð gangi og þjálfun lögreglumanna.

- Auglýsing -

Telur Jón að samstaða sé um málið innan ríkisstjórnarinnar?:

„Þetta hefur ekki verið rætt með formlegum hætti, en ég hef auðvitað mjög ítrekað rætt þetta í fjölmiðlum á undanförnum mánuðum og sagt að undirbúningur væri í gangi að því að taka þessa ákvörðun og það er bara komið að þeim tímamótum núna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -