Laugardagur 15. júní, 2024
13.8 C
Reykjavik

Jón segir þetta þurfa að gerast til þess að verðbólgan hjaðni: „Þetta á­kall er at­hyglis­vert“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hallinn í fyrra var góðu heilli minni en út­lit hafði verið fyrir og það var annars vegar vegna þess að Co­vid að­gerðir þurftu ekki að verða eins um­fangs­miklar og á­ætlanir höfðu gert ráð fyrir og hins vegar vegna þess hversu vel hag­kerfið tók við sér,“ sagði Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í sjónvarpsþættinum Markaðnum. Féttablaðið fjallaði um málið. Sagði hann þá Seðlabankann hafa kallað eftir að ákvarðanir sem tengjast atvinnulífinu, vinnumarkaði og ríkisfjármálum, verði ábyrgar. Jón segist hóflega bjartsýnn á að það gangi eftir. Í tilkynningu peningastefnunefndar Seðlabankans fyrr í vikunni kom fram að stýrivextir yrðu hækkaðir um eitt prósentustig. Stýrivextir eru nú 3,75 prósent.

„Þetta á­kall nefndarinnar er at­hyglis­vert. Þau hafa stundum áður talað um þýðingu vinnu­markaðarins og hlut­verk hans í hag­stjórninni og það sama á við ríkis­fjár­málin. En það er ný­lunda að kalla svo á­kveðið eftir þessari breiðu sam­stöðu fyrir­tækjanna, hreyfingar launa­fólks og hins opin­bera um að hjálpa Seðla­bankanum að ná tökum á verð­bólgunni,“ segir Jón og bætir við:
„Til þess að verð­bólgan hjaðni að nýju eftir að skellirnir eftir Co­vid og stríðið í Úkraínu hafa dunið á okkur verður að tryggja að há verð­bólga festist ekki í sessi.“
Telur hann viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar sýna það að þau séu ekki tilbúin til þess að taka á sig meginþungann af byrðunum. Þá segir hann að hreyfingin vilji meina að það sé hlutverk stjórnvalda og fyrirtækja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -