Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Jóni Trausta krossbrá við sprengingu í Seljahverfinu: „Hefði ekki mátt vara fólk við?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Trausti nokkur, íbúi í Seljahverfinu í Breiðholtinu, varð skelkaður nú í morgun þegar hann heyrði svaka sprengingu í hverfinu. Hann er svekktur yfir því að íbúar hafi ekki verið varaðir við því sem til stóð.

Jón kemur inn á ótta sinn í færslu inni í hópi hverfisbúa á Facebook. Þar segir hann:

„Það heyrðist svaka sprenging hér í Seljahverfinu. Vissi ekki að þeir væru byrjaðir á þessu, en mjög áhugavert.“

Af umræðu hverfisbúa að dæma er ljóst að þeim var mörgum brugðið við sprenginguna og flestir furða þeir sig á því að enginn þeirra hafi verið varaður við. „Hefði ekki mátt vara fólk við?,“ spyr Þórdís.

Anna Lilja áttaðist sig illa á því hvað átti sér þarna stað.„Ég einmitt hélt að það væri einhver á efri hæðinni að detta heyrðist svaka dunk og hristingur eftir því,“ segir Anna.

Svandís, íbúi Seljahverfis, er forvitin um hvaða sprenging þetta hafi verið. Við heyrðum þetta vel. En „byrjaðir á þessu“, í hvað ertu að vísa? Er verið að byrja á vegaframkvæmdum þarna?,“ spyr Svandís.

- Auglýsing -

Jón Trausti leysir gátuna um sprenginguna dularfullu. „Ég tók svo eftir því að það vantar eitt mastrið upp á Vatnsendahæðinni. Hitt fer niður eftir smá,“ fullyrðir Jón og birtir myndir af hinu fallna mastri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -