Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Júlía er hagsýn og heilsusamleg – Frystir alla afganga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar er Júlía Magnúsdóttir. Júlía er heilsumarkþjálfi, næringar og lífsstíls-ráðgjafi, rithöfundur, heilsukokkur og stofnandi Lifðu til fulls heilsumarkþjálfun. Fyrir 10 árum stofnaði hún Lifðu til Fulls og hefur síðan hjálpað þúsundum kvenna að losna við sykurpúkann, fyllast orku, léttast og líða vel í eigin líkama með breyttum lífsstíl og bragðgóðum mat.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Ég reyni eftir fremsta megni að versla einu sinni í viku fyrir heimilið. Það gengur hins vegar ekki alltaf upp því eins og við vitum að þá er oft bara ekki allt til í búðinni þegar maður fer og svo kemur líka fyrir að manni vantar eitthvað ferskt heima í miðri viku.

Svo reyni ég að hafa viðmiðunar upphæð sem ég versla inn fyrir í mánuðinum. En ég hef fundið fyrir því að það er ansi auðvelt að leyfa matarreikningum að hækka ört ef maður fylgist ekki með. Ég er núna að nota app sem heitir Budget til að halda utan um matarkostnaðinn og leyfir það mér að fylgjast með hversu mikið ég hef eytt og hvað ég á mikið eftir, sem mér finnst hjálpa mér.

Ég kaupi egg beint frá bónda í stærra magni, sem bæði eru ferskari afurð og hagkvæmur kostur enda notum við mikið af eggjum á heimilinu.

Ég kaupi síðan baunir í poka sem ég legg í bleyti og sýð sjálf, það er mun ódýrara en að kaupa soðnar baunir í dós. Jú það tekur um það bil 90 mín að sjóða baunir en ég geri það einu sinni á nokkra mánaða fresti  (ég sýð yfirleitt tvær sortir í senn) og fæ um 8 til10 skammta frá 500 króna poka sem ég frysti í stað þess að kaupa einn skammt í dós af lífrænum soðnum baunum á 300 til 500 krónur. Að sjóða baunir sjálf fer líka miklu betur í meltinguna.

- Auglýsing -

Annað sem ég geri er að “meal preppa” og ákveða sirka hvað verður í matinn út vikuna. En ef maður á góðan mat heima sem er annaðhvort tilbúin eða tekur enga stund að vippa saman getur það fyrirbyggt að maður endi á skyndibita í miðri viku því maður er of latur að elda. Fyrir áhugasama má sækja matarskipulag mitt hér. (https://lifdutilfulls.lpages.co/matarskipulag/ )

Svo finnst mér mjög sniðugt að frysta afgangs pottrétti, súpur, brauð, kínóa, því bæði er þægilegt að grípa þegar maður nennir ekki að elda eða er knappur á tíma og svo getur það minnkað matarsóun.

Millimál getað verið dýr þannig ég undirbý einu sinni í mánuði eitthvað eitt sem ég fæ mér yfir mánuðinn, til dæmis orkukúlur https://lifdutilfulls.is/sukkuladikulur-a-innan-vid-4-min-thu-verdur-ad-profa/ )eða granola (https://lifdutilfulls.is/granola-med-kokosflogum-hindberjum-og-blaberjum/ ). Þetta tekur alls ekki langan tíma þegar maður er komin upp á lagið með það.

- Auglýsing -

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Já ég geri það. Ég flokka plast og pappír og þetta sem flest okkar gera.

Ég nota til dæmis mikið endurnýtanlega silikonpoka í stað plastpoka. Ég á nokkra svoleiðis og frysti pottrétti, súpur og fleira í því. Svo nota ég krukkur mikið í stað þess að kaupa plastbox.

Sniðugt að endurnýta þessar krukkur, sem maður fær til dæmis utan um kókosolíur, fyrir allskonar fræ.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Mér finnst gaman að velja og gefa íslenskt og reyni það ef ég mögulega get.

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Allt sem tengist bætiefnum og heilsuvörum.  Mér finnst það ofboðslega freistandi að bæta við og ég elska að eiga úrval og rótera á milli.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já, hvernig við skiljum jörðina eftir fyrir komandi kynslóð er mér mjög mikilvægt. Ég geri mitt fremsta að endurvinna og minnka mengun/sóun. Næsta skrefið hjá mér er að kaupa rafmagnsbíl, en ég er núna á hybrid sem er bæði rafmagns og bensín.

Að lokum deilir Júlía með okkur heilsusamlegum uppskriftum sem má sjá hér:

https://lifdutilfulls.is/
https://www.facebook.com/LifduTilFulls/
https://www.instagram.com/lifdutilfulls/

Ókeypis rafbók með uppskritum af sektarlausum sætindum, meðal annars uppskrift af brownie, ostaköku og fleira sem einstaklingar getað sótt: https://lifdutilfulls.is/sektarlaus-saetindi/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -