Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Kalla eftir því að ofbeldið sem hefur viðgengist hætti og að ríkið stígi inn í

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flest höfum við heyrt lygilegar sögur af sértrúarsöfnuðum, enda hafa gjörðir þeirra og örlög oft ratað í heimspressuna og ekki síst poppkúlturinn um allan heim. Í Kompás þætti Stöðvar 2 í gærkvöldi var tekið viðtal við nokkra fyrrverendi meðlimi sértrúarsöfnuðarins Votta Jehóva.

Í þætti gærkvöldsins var rætt við fólk sem var útskúfað úr söfnuði Votta Jehóva og hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína svo árum skiptir. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því

Rakel Íris var brottrekin úr söfnuði Votta Jehóva þegar hún var 23 ára gömul. Hún fæddist inn í söfnuðinn og þekkti engan utan hans. Hún hefur nú þurft að fóta sig í lífinu án fjölskyldu sinnar, því þau slitu öllum samskiptum við hana þegar hún var rekin fyrir átta árum og hún hefur ekki hitt þau síðan. Mynd/Skjáskot: VISIR

að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í.

Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár.

Vottar Jehóva á Íslandi

Vottar Jehóva er nokkuð öflugur sértrúarsöfnuður á Íslandi miðað við marga aðra. Samfélag Vottanna er mörgum hulið, enda einangrunin og þöggunin gífurleg innan safnaðarins. Bóknám í háskóla er talið hættulegt því það hverfur frá sannleikanum, gaslýsingin er endalaus og feðraveldið er allsráðandi, en það er allt þess virði því þau sem trúa – enda í paradís við heimsendi.

Foreldrar Rakelar Írisar voru í söfnuðinum þegar hún fæddist og sömuleiðis systur hennar tvær. Og fjölskyldan er þar enn. Rakel ólst upp innan Vottanna og þekkti ekkert annað. Skólaganga hennar var erfið, þó að henni hafi ekki verið strítt, upplifði hún sig utangarðs. Hún var tekin úr skólanum í byrjun desember til að forðast allan jólaundirbúning og mátti aldrei fara í afmæli til bekkjarsystkina, sem henni var þó boðið í.

- Auglýsing -

„Ég man ekki til þess að hafa lent í einelti eða mikilli stríðni. Krakkarnir voru bara mjög almennilegir við mig að mestu leyti. Ég held að þau hafi bara vorkennt mér,” segir hún.

Pabbi Rakelar vann við ræstingar, sem er víst algeng starfsgrein meðal Vottanna, þau fóru á samkomur mörgum sinnum í viku og lífið gekk bara sinn vanagang. Það var strangt uppeldi og börnin þurftu að vera þæg.

„Maður þurfti að sitja kyrr og maður þurfti að fylgjast með. Maður var beittur aga til að gera það,” segir Rakel.

- Auglýsing -

Rakel varð ástfangin af „röngum manni”

Þegar Rakel var orðin fullorðin, 23 ára, varð hún ástfangin og byrjaði að hitta mann utan safnaðarins. Það samband átti eftir að verða dýrkeypt. Vinkona hennar, sem var Vottur, komst að þessu og hótaði að klaga Rakel til öldunganna. Hún ákvað þó að fara að eigin frumkvæði til þeirra og eftir að hafa þurft að lýsa ástarsambandi sínu í smáatriðum fyrir þremur körlum, kveða öldungarnir upp dóm sinn og ráku hana úr söfnuðinum.

„Það var bara áfall. Ég kveð fjölskylduna, eða þau kveðja mig, og segja að núna förum við sitthvora leiðina. Ég knúsaði systur mína bless og hef ekki séð hana síðan. Ég fékk símtal frá foreldrum mínum um að þau ætli ekki að vera í samskiptum við mig,” segir Rakel. „Þau upplifa þetta sem aga frá Guði.”

„Ef þau hafa samskipti við mig þá eru þau að koma í veg fyrir aga Guðs, sem er til þess gerður að ég komi til baka. Það er það sem þau trúa. Til að fá mig til að koma aftur þá þarf ég að fá þennan daga og iðrast og koma aftur. Þetta er eina leiðin.”

Langar þig aldrei að snúa bara aftur?

„Jú. Stundum. Bara út af fjölskyldunni. Ég fer yfir þetta oft. Reglulega. En ég get það ekki. Það er of margt í söfnuðinum sem stríðir gegn mínum gildum og minni sannfæringu,” svarar Rakel. „Bara eins og þetta, að beita andlegu ofbeldi til að fá fólk aftur í söfnuðinn. Og þau sjá það ekki þannig.”

Fannst sárt að sjá að enginn vildi koma frá Vottunum

Í síðasta þætti Kompáss var fjallað um trúarofbeldi í kristilegum sértrúarsöfnuðum þar sem fyrrverandi meðlimir nokkurra safnaða sögðu frá reynslu sinni af kúgun, ofbeldi og lygum. Rakel segir það hafa verið erfitt að sjá að enginn hafi viljað koma frá Vottum Jehóva, en skilur óttann vel.

„Ég hugsaði að það er einhver sem þarf að gera þetta. En á sama tíma þá er ég búin að vera að ströggla með þetta, hvort ég sé tilbúin að fórna þeirri von um að geta einhvern tímann verið með fjölskyldunni,” segir Rakel.

Allir vita af ofbeldinu en enginn gerir neitt

Það er svo sannarlega ekki verið að afhjúpa útskúfunina og útilokunina innan Vottanna hér. Flestir vita að þetta er aðferðin sem safnaðarmeðlimir beita þau sem ákveða að leita annað. En það er samt látið viðgangast, líklega í nafni einhvers konar trúfrelsis. En frændur okkar Norðmenn úrskurðuðu nú í janúar að Vottarnir skyldu sviptir ríkisstyrkjum vegna útskúfunar sóknarbarna sinna og að stjórnendur Votta Jehóva hafi brotið lög um trúfélög. Það var fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt sem varpaði ljósi á afleiðingar útskúfunar Vottanna í Noregi.

Kalla eftir aðgerðum frá yfirvöldum

„Ég hugsa að það séu margir mjög fastir sem eru bara þarna af því að þeir vilja ekki verða fyrir útskúfuninni,” segir Lilja Torfadóttir sem hafði verið mjög virk í söfnuðinu en er nú fyrrverandi meðlimur Votta Jehóva. Þeir vilja ekki eiga það í hættu að foreldrar, vinir og allt samfélagið hætti að tala við þá. Svo eru það þeir sem eru öfgakenndir og hætta ða tala við börnin sín og barnabörnin, það er það fólk sem ég hræðist mest.”

Rakel hefur ekki séð fjölskylduna sína í átta ár. Hún lifir enn í voninni um að söfnuðurinn slaki á reglununum og hætti að beita ofbeldi svo hún geti átt samskipti við þau á ný.

„Og að þau mundu geta hugsað sér að vera í sambandi við mig. Ég efast um það sko. En hver veit, ef það er meiri pressa úr fleiri áttum. Ef það væri pressa frá ríkinu eða bara fólki,” segir Rakel.

„Ég hefði viljað hafa úrræði, sérstaklega þegar ég var nýhætt í söfnuðinum. Að það sé eitthvað sem grípur mann.”

Vill hjálpa fólki eftir trúarofbeldi

Anna Margrét Kaldalóns fæddist inn í söfnuðinn eins og Rakel, en var gerð brottræk ásamt fjölskyldu sinni þegar faðir hennar skrifaði öldungunum bréf. Hú hefur hug á því að tengja fólk saman sem hefur verið í sértrúarsöfnuðum.

„Ég mundi mjög gjarnan vilja koma á fót stuðningshópi hérna fyrir okkur og ekki síst fyrir unga fólkið sem er kannski að stíga sín fyrstu skref úr söfnuðinum eða búið að vera lengi í burtu, en vantar einhvern til að tala við. Þetta er svo öðruvísi bakgrunnur og bara ólíkt því sem aðrir þekkja það er svo dýrmætt að geta deilt þeirri reynslu,” segir Anna Margrét.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -