Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manni sem hér sést á afar óskýrum myndum.
Lögreglan sendi frá sér tilkynningu þess efnis og segir að þrátt fyrir að myndirnar séu óskýrar gætu þær gefið vísbendingar um hver maðurinn sé.
Er viðkomandi beðinn um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.
Ef einhver eða einhverjir telja sig þekkja manninn eða vita hvar hann er, eru viðkomandi vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]