Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Katrín ber traust til Aðalsteins: „Sáttasemjari er innan þeirra heimilda sem er að finna í lögum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar ekki að hvetja til þess að Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara verði vikið frá í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins; líkt og Efling hefur farið fram á.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, hefur sent Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bréf og óskað eftir fundi í fyrramálið, áður en mál ríkissáttasemjara gegn Eflingu verður dómtekið, en hann vill fá lista yfir félagsfólk.

Nú er ljóst að af þeim fundi verður ekki fyrr en á miðvikudaginn, en þá kemur ráðherra heim frá Danmörku þar sem hann er í embættisgjörðum.

Sólveig Anna Jónsdóttir.

En í áðurnefndu bréfi Sólveigar Önnu til Guðmundar Inga er lýst afar mikilli óánægju með störf ríkissáttasemjara; sér í lagi miðlunartillögu er hann setti fram á fimmtudag.

Spurð hvort ætlunin sé að fara fram á að Guðmundur Ingi beiti sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi miðlunartillöguna til baka, svarar Sólveig Anna í samtali við ruv.is:

„Það er náttúrulega það sem við viljum að gert sé.“

- Auglýsing -

Þótt Guðmundur Ingi sé ekki á landinu þá er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra það; skyldi hún og ríkisstjórnin ætla að blanda sér í deiluna?

„Það hefur ekkert verið ákveðið um það. Nú hefur ég skoðað þetta mál eftir minni bestu getu, og sé ekki betur en að sáttasemjari sé innan þeirra heimilda sem er að finna í lögum. Ef aðilar eru ósammála því mati þá geta þau auðvitað leitað til dómstóla,“ sagði Katrín.

- Auglýsing -

En Sólveig Anna vantreystir Aðalsteini ríkissáttasemjara:

„Ég tel augljóst á þessu stigi málsins eins og hann hefur farið fram gagnvart okkur, þá geti hann ekki verið aðili að þeirri deilu sem við erum nú í,“ segir Sólveig Anna.

Katrín er ekki á sama máli og Sólveig Anna:

Katrín Jakobsdóttir.

„Eins og ég segi er sáttasemjari sjálfstæður í sínum störfum, en svo er það auðvitað félags- og vinnumarkaðsráðherra að meta stöðuna eftir því sem henni vindur fram. Þannig að í sjálfu sér efnilsega skil ég algjörlega forsendur þessarar miðlunartillögu, en það sem ég skil líka er gagnrýnin á tímasetninguna og að hún sé viðkvæm. Ég ætla ekkert að taka undir þá gagnrýni en ég skil hana.“ segir Katrín og bætir aðspurð við að lokum að hún beri fullt traust til ríkissáttasemjara:

„Það er algjörlega óraskað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -