Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Katrín og Bjarni samstíga: „Við höfum verið að stórauka fjármagn en verkefnið er flókið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, segir stöðuna í heilbrigðiskerfinu grafalvarlega og bendir á sérlega slæmt ástand bráðamóttöku Landspítala. Hún segir í samtali við ruv.is að vel sé fylgst með þróun mála:

„Þess vegna var það auðvitað þessi ríkisstjórn sem ákvað að ráðast í framkvæmdir við nýjan Landspítala, sem voru svo löngu tímabærar og búið að ræða svo lengi, í svo mörg ár,“ sagði Katrín að eftir ríkisstjórnarfund í dag.

Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, segir að mikið aukafjármagn renni nú í heilbrigðiskerfið með nýjum fjárlögum; segir vanda kerfisins þó ekki einungis fjárhagslegan:

„Við höfum verið að stórauka fjármagn, nú síðast í fjárlögum þessa árs. En verkefnið er miklu flóknara en það, eins og fólk sem starfar í þessu er að benda á.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -