Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Keppandi smitaður af Covid á Reycup og þrjú lið hafa þurft frá að hverfa – Mótið heldur samt áfram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Reycup var að tilkynna að upp hefði komið Covid smit hjá keppanda í 4. flokki í dag, á knattspyrnumótinu sem haldið er í Laugardalnum. Alls eru þrjú lið komin í sóttkví. Tvö lið sem tengjast smitinu sem upp kom í dag og það þriðja skráði sig úr keppni áður en mótið hófst vegna smits sem hafði komið upp hjá aðstandanda.

Mannlíf greindi frá því að keppandi í liði Stjörnunnar hefði greinst með Covid í dag

Stjórnin tekur fram að einungis hefði verið um einn leik að ræða og ekkert af þessum krökkum hafi verið í gistingu né sameiginlegum mat. Þá dró eitt lið sig úr keppni áður en mótið hófst vegna aðstandanda liðsmanns, sem smitast hafði af Covid.

Allir hafa verið látnir vita er málið varðar segir svo í tilkynningunni frá stjórn Reycup á Facebook.

„Allar ákvarðanir varðandi aðgerðir eru teknar í samráði við almannavarnir og sóttvarnaryfirvöld. Við munum halda áfram dagskrá og skipulagi varðandi gistingu óbreyttu að sinni. ReyCup er fyrst og fremst fótboltahátíð barnanna okkar sem hafa orðið hvað verst úti í þeim takmörkunum sem fylgt hafa Covid. Við munum því leggja höfuðáherslu á að gera þessa hátíð eftirminnilega fyrir þau en þó með þeim takmörkunum kunna að vera settar í samstarfi við almannavarnir“.

Að lokum segir í tilkynningunni að þeim þyki fyrst og fremst leitt að barn hafi smitast á mótinu og að lið hafi þurft að draga sig úr keppni. „Hugur okkar er hjá þeim“.

- Auglýsing -

Einhverjum kunna að þykja undarlegt að mótið sé ekki blásið af fyrst veiran er greinilega mætt á svæðið og un er að ræða yfir 1900 óbólusett börn sem taka þátt í mótinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -