Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Kílóið af hákarli á 14.990 krónur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hákarlinn er vinsæll um þessar mundir þótt ekki séu allir inni á því að um sé að ræða gæðamat. Blaðamaður Mannlífs gekk inn í Krónuna í gær og hugðist fá sér hákarl í tilefni af þorranum. Þar var hægt að fá hundrað gramma box á 1490 krónur. Það þýðir 14990 krónur kílóið. Einnig var í boði hundrað gramma box á 1190 krónur.

Á meðan landsmenn þreyja þorrann gæða þeir sér á þorramat og aldrei hafa fleiri sótt þorrablót en nú. Þorramatur er í raun aldagamall hversdagsmatur íslendinga, gjarnan súrsaður, reyktur, þurrkaður, eða kæstur.

Kæstur hákarl er þar á meðal. Kæsing er þekkt geymsluaðferð og tíðkast þá helst við verkun á hákarli og skötu sem er nauðsynlegur ferill í niðurbroti á köfnunarefnissamböndum sem þarf að losa fiskinn við áður en hægt er að leggja sér hann til munns. Verkun á hákarli tekur 6 til 7 mánuði. Fyrst þarf að skera hákarlinn í bita og setja hann í kös sem tekur 6 vikur. Eftir það er hann hengdur upp og látin hanga þar til hann er tilbúinn til neyslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -