Sunnudagur 19. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Kjarahækkanir undanfarna áratuga hafa ekki skilað sér til þeirra sem mest þurfa á því að halda.”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Kjarahækkanir undanfarna áratuga hafa ekki skilað sér til þeirra sem mest þurfa á því að halda.” Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. „Það er að segja til öryrkja, eldri borgara og láglaunafólks.”

„Nýleg lög sem nýtast þeim best sem hafa yfir 500 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði hafa tekið gildi.” Guðmundur benti á ójöfnuð í kerfinu og sagði ein króna geta haft töluverð áhrif á bótarétt öryrkja og aldraðra. „Eldri borgarar sem hafa unnið og borga skatta alla sína tíð geta ekki endurnýjað heyrnartækin sín og þurfa að lifa í þögn í boði ríkisins.”

Hann gagnrýndi aðkomu aldraðra og öryrkja að heilbrigðiskerfinu sem geta verið á biðlista fyrir aðgerð svo mánuðum skipti. Þegar einstaklingar hafa komist að fara þeir á annan biðlista. Guðmundur sagði nafn biðlistans, Fráflæðisvandi, vera ömurlegt og niðurlægjandi nafn. „Fárveikt fólk og eldri borgarar eru fráflæðisvandi.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -