Kolbeinn Sigþórsson, einn fræknasti knattspyrnumaður Íslendinga, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Héraðssóknari gaf út ákæruna í janúar en málið fór leynt þar til Ríkisútvarpið upplýsti um ákæruna. Brotið sem ákæran vísar til er sagt hafa átt sér stað í júní fyrir tveimur árum. Kolbeinn neitar sök og mun verjast á þeim grundvelli. Í ákærunni er því lýst að Kolbeinn hafi nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni og þannig komið fram vilja sínuin, Móðir stúlkunnar hefur sett fram þá kröfu að Kolbeinn verði dæmdur til að greiða dóttur hennar þrjár milljónir króna í miskabætur. Ríkisútvarpið segir að málið hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu sem í framhaldinu sendi það áfram il héraðssaksóknara. Saksóknari gefur ekki út ákæru nema hann telji yfirgnæfandi líkur á að viðkomandi verði sakfelldur.
Kolbeinn á að baki stórkostlegan feril í knattspyrnu og er einn fremsti afreksmaður Íslendinga. Hann lék síðast með sænska liðinu IFK Gautaborg. Samningur hans við félagið rann út fyrir þremur árum og síðan hefur hann ekki verið í atvinnumennsku. Hann hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Hann hefur leikið með liðum á borð við Nantes í Frakklandi og hollensku félögunum AZ Alkmar og Ajax. Kolbeinn lék 64 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 26 mörk. Kolbeinn var hluti af gullaldarliði Íslands sem komst alla leið í 8-liða úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kolbeinn er sakaður um að brjóta gegn konum. Hann var sakaður um ofbeldisbrot gegn tveimur konum á skemmtistað árið 2017. Málið varð opinbert og vakti gríðarlega athygli. Kolbeinn náði sáttum við konurnar eftir að hann greiddi þeim þrjár milljónir í sáttagreiðslu og aðrar þrjár milljónir runnu il Stígamóta. Kolbeinn gekkst opinberlega við málinu á þeim tíma og baðst afsökunar í yfirlýsingu.
„Á undanförnum árum hef ég átt í erfiðleikum, verið andlega á slæmum stað, mikið meiddur og framtíð ferils míns sem knattspyrnumanns í mikilli hættu. Ég kom mér í aðstæður þar sem ég hegðaði mér með óviðeigandi hætti. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur stigið fram og lýst sinni upplifun af atviki á skemmtistaðnum B5 haustið 2017. Vorið 2018 hitti ég Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar og hlustaði á þeirra upplifun.
Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúinn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um afsökunarbeiðni og greiðslu sem ég féllst á. Auk þess greiddi ég 3 milljónir króna til samtakanna Stígamóta og studdi þannig mikilvæga baráttu samtakanna gegn kynferðisofbeldi.
Með þessu var málinu lokið af okkar hálfu. KSÍ var upplýst um framvindu sáttaviðræðna og lyktir þeirra en afneitun KSÍ leiddi til þess að Þórhildi Gyðu fannst hún rænd sinni sátt. Ég hef skilning á því.
Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn markvisst að vinna í mínum málum,“ sagði Kolbeinn í yfirlýsingu sinni á sínum tíma.
að atvik sem nú er ákært fyrir er einnig frá þessum sama tíma í lífi afreksmannsins.
Fimm árum seinna var hann enn komin í mikil vandræði vegna atvika af sama toga en mun alvarlegri.