Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Kolbeinn Sigþórsson: „Ég harma mína hegðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolbeinn Sigþórsson hefur verið mikið í fréttum upp á síðkastið vegna kynferðisbrots og líkamsárásar, líkt og Mannlíf greindi fyrst fjölmiðla frá. Hann fann sig knúinn til að gefa frá sér yfirlýsingu í dag.

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiðla um hann upp á síðkastið. Segist hann hafa hitt Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og vinkonu hennar, haustið 2018, og hlustað á þeirra upplifun á atviki á skemmtistaðnum B5, haustið 2017, „Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúinn að leita sátta.
Þá segist Kolbeinn hafa gefið Stígamótum 3 milljónir og stutt þannig „þannig mikilvæga baráttu samtakanna gegn kynferðisofbeldi.

Hér er yfirlýsing Kolbeins í heild sinni:

„Yfirlýsing Kolbeins Sigþórssonar   

Á undanförnum árum hef ég átt í erfiðleikum,  verið andlega á slæmum stað,  mikið meiddur og framtíð ferils míns sem knattspyrnumanns í mikilli hættu. Ég kom mér í aðstæður þar sem ég hegðaði mér með óviðeigandi hætti. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur stigið fram og lýst sinni upplifun af atviki á skemmtistaðnum B5 haustið 2017. Vorið 2018 hitti ég Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar og hlustaði á þeirra upplifun.   

Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúinn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um afsökunarbeiðni og greiðslu sem ég féllst á. Auk þess greiddi ég 3 milljónir króna til samtakanna Stígamóta og studdi þannig mikilvæga baráttu samtakanna gegn kynferðisofbeldi.

- Auglýsing -

Með þessu var málinu lokið af okkar hálfu. KSÍ var upplýst um framvindu sáttaviðræðna og lyktir þeirra en afneitun KSÍ leiddi til þess að Þórhildi Gyðu fannst hún rænd sinni sátt. Ég hef skilning á því.   

Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn markvisst að vinna í mínum málum.    

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -