Mánudagur 22. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Kolbrún blandar sér í umræðuna um Kópasker og Raufarhöfn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlakonan Kolbrún Bergþórsdóttir segir það hafa verið vibúið að ummæli Þórdís Bjarkar Þorfinssdóttur leikkonu yrðu til þess að hópur fólks myndi móðgast gríðarlega fyrir hönd Kópaskers og Raufarhafnar.

„Í samtíma okkar er rík hneigð hjá fólki til að láta aðra vita hvað það er að hugsa og hvað það er að aðhafast hverju sinni. Þetta borgar sig svo sannarlega alls ekki alltaf, eins og ótal dæmi sanna. Æstur lýður fær reglulega nánast taugaáfall vegna orða annarra,” skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir Kolbrún að viðbúið hafi verið að hópur fólks myndi móðgast gríðarlega fyrir hönd Kópaskers og Raufarhafnar vegna ummæla Þórdísar Bjarkar Þorfinssdóttur leikkonu og meðlims í leikhópnum Lottu um staðina tvo, en leikkonan gerði athugasemdir við veðurfarið á stöðunum tveimur og uppskar mikla reiði á samfélagsmiðlum. Bárust henni meðal annars hótanir um líflát og nauðgun, sem hún hyggst kæra til lögreglu, eins og Kolbrún rifjar upp.

Sjá einnig: Hótað lífláti og nauðgun vegna ummæla um Kópasker og Raufarhöfn

Sjálf kveðst Kolbrún hafa ákveðna skoðun á Garðabæ, en kjósi að halda henni út af fyrir sig. „Sjálfur hefur pistlahöfundur sína skoðun á Garðabæ og skiptir þá engu hvernig þar viðrar hverju sinni. Þessari skoðun kýs pistlahöfundur þó að halda fyrir sig, eins og ýmsu öðru.”

Loks skýtur Kolbrún föstum skotum á íslenska fjölmiðla í leiðara sínum vegna fréttamats þeirra og segir að hætt sé við því að sá einstaklingur sem taki sér dágóðan tíma á netinu til að skoða helstu frétta- og umræðusíður verði nokkuð ringlaður. „Því þar eru svo margar fréttir af fólki sem er í uppnámi vegna þess að einhver annar hefur misboðið því,” skrifar Kolbrún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -