Laugardagur 15. júní, 2024
14.8 C
Reykjavik

Kona gekk öskrandi um hverfið – Fíkniefnaræktun í Kópavogi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var annasöm nóttin hjá lögreglunni og gistu sjö á bak við lás og slá. Samkvæmt dagbók lögreglu telst það óvenju mikið á virkum degi. Í Kópavogi báru lögreglumenn kennsl á ökumann sem hafði verið sviptur ökuréttindum eftir ítrekaðan vímuefna- og áfengisakstur. Maðurinn var ekki á því að stöða bílinn, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Komst hann ekki langt þar sem hann ók fljótlega á aðra bifreið. Greip hann þá til örþrifa ráða og reyndi að hlaupa undan lögreglu. Loks var maðurinn handtekinn eftir eltingaleikinn en var hann undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni í fórum sínum.

Stuttu eftir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um yfirstandandi innbrot í fyrirtæki. Lögregla kom að þjófnum inni í húsnæðinu en hafði hann spennt upp glugga og skriðið þar inn. Þjófurinn var handtekinn og gisti fangaklefa. Fyrr um kvöldið framkvæmdi lögregla húsleit í Kópavogi. Var grunur um að þar væru ræktuð fíkniefni og reyndist það vera rétt. Lagt var hald á búnað til rætunar og fíkniefni. Einn maður var handtekinn.

Karlmaður ók á grindverk nágranna síns í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þegar betur var að gáð reyndist maðurinn ekki vera með ökuréttindi. Þá voru nágrannar konu í Kópavogi ekki par sáttir í morgun þegar hún gekk um hverfið öskrandi. Reyndist hundurinn hennar hafa sloppið út og leitaði hún að honum „með heldur miklum gassagangi fyrir smekk sofandi nágranna sinna,“ segir í dagbók lögreglu.
Að lokum, tveir eftirlýstir félagar voru handteknir í miðbænum í gærkvöldii. Annar þeirra gerði heiðarlega tilraun til þess að stinga lögreglu af „en varð að láta í minni pokann fyrir þrautþjálfuðum laganna vörðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -