Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Þetta er kostnaðurinn við fíknina – Reykingar kosta sama og lúxussigling um Karabíska hafið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nikótín-neysla kostar einstakling að meðaltali 500.000 kr. árlega. Það þýðir um milljón á ári fyrir par sem reykir. Ef parið legði reykingar af gæti það í staðinn farið í lúxus siglingu um Karabískahafið, flogið 20 sinnum fram og til baka frá Barcelona eða keypt sér smábíl fyrir sömu upphæð.

Kostnaður :SígaretturRafrettur/veipNikótínpúðar
Á viku10.500 kr5.000 kr2.000 kr
Á mánuði42.000 kr20.000 kr8.000 kr
Á ári504.000 kr240.000 kr96.000 kr
Á ári fyrir par1.008.000480.000 kr192.000 kr

 

Kostnaður einstaklinga sem „veipa“ er að meðaltali 240.000 kr á ári. Fyrir þann pening væri hægt að fara tvisvar sinnum í veglegt frí til Spánar, með hótelgistingu á fjögurra stjörnu hóteli og flugfari fram og til baka. Meðal kostnaður vegna slíkrar neyslu er því hærri en við sumarfrí í sólinni eða jafnvel jólafrí á skíðum.

Úrval af vörum sem innihalda nikótín hefur aukist mikið síðastliðin ár og hafa rafrettur eða „veip“ orðið sífellt vinsælli. Þar að auki hafa nikótínpoka sem settir eru undir vör slegið í gegn, einkum meðal unga fólksins.

Mannlíf skoðaði meðal neyslu á nikótíni og hver kostnaður væri. Í ljós kom að neysla einstaklings sem notar nikótín púða eru um tvö þúsund krónur á viku, eða 8000 krónur á mánuði þegar horft er til ódýrasta púðans sem í boði er.

Það er hins vegar dýrara að veipa. Það kostar einstasklinginn að meðaltali 5000 krónur á viku eða 20.000 krónur á mánuði.

- Auglýsing -

Áberandi dýrust er þó neysla á sígarettum sem kostar einstaklinginn um 10.500 krónur á viku, eða 42.000 kr á mánuði miðað við pakka á dag. Til samanburðar kostar flugfar fyrir tvo, báðar leiðir til Barcelona í lok septembermánaðar 48.000 krónur og því væri hægt að skella sér þangað mánaðarlega fyrir þá fjárhæð sem brennur upp við reykingarnar.

Sala á rafrettum hefur aukist talsvert eftir það kom á markað, einkum meðal ungs fólks. Par sem veipar eyðir um 480.000 krónum á ári. Að lokum getur par sem reykir búist við að útgjöld þeirra í sígarettur sé samanlagt um 1.008.000 kr árlega, sem er á pari við lúxus siglingu á skemmtiferðaskipi. Siglingin byrjar og endar í Miami en siglt er um Karabíska hafið, og í kring um Bahama eyjar með mat og allri þjónustu inniföldu í verði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -