Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Kristín Snæfells Arnþórs kýlir krabbann í rot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristín Snæfells Arnþórsdóttir skælbrosir hugrökk mót illvígu krabbameini í nýútkomnu tónlistarmyndbandi við baráttulagið Lífið er núna, en stutt er síðan MANNLÍF greindi frá því að Guðbjörg Elísa, dóttir Kristínar, hefði samið texta lags til heiður Kraftur, stuðningssamtaka ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Kristín greindist með tvær tegundir krabbameins á síðasta ári og sagði Guðbjörg, dóttir hennar í viðtali fyrir skemmstu að áfallið hefði vissulega verið gífurlegt fyrir alla fjölskylduna. „Tónlistin hefur alltaf verið mín helsta huggun þegar á móti blæs og þannig fór ég beint í melódíurnar.“ Þá sagði Guðbjörg einnig að í hennar huga hafi stuðningssamtökin Kraftur alla tíð átt óskipt þakklæti hennar. „Ég tengdi lagið við bróður minn og ömmu mína í upphafi sem dóu bæði úr krabbameini. Þegar sjúkdómsgreiningin lá svo fyrir hjá elsku mömmu minni, þá fór ég ósjálfrátt að syngja til mömmu. Þá hugmynd sótti ég í slagorð Krafts.“

Kristín fer með stórt hlutverk í myndbandinu og tekur sér hlutverk ofurhetju fyrir hendur í boxhringnum

Þá segir Guðbjörg einnig að herferðin Lífið er núna hafi snortið hana mjög djúpt. „Herferð Krafts snertir mig mjög djúpt vegna bróður míns og ömmu minnar og þegar mamma svo greindist, þá fór ég ósjálftrátt að tengja textann og lagið við mömmu og fer ósjálfrátt að syngja lagið fyrir hana. Þetta er í dag orðið að stórkostlegu verkefni sem hægt er að tengja við úrvinnslu fleiri tegundir áfalla og lífsreynslu.“

Guðbjörg reimar æfingaskó á fætur móður sinnar, Kristínar í myndbandinu og gerir tilbúna fyrir slaginn

Og úr varð ekki einungis texti við tónlist heldur einnig baráttumyndband sem ætlað er að boða kraft kærleikans á ögurstundu. „Mamma fær bestu umönnun sem kostur er á og við erum þakklát hverjum degi. Vissulega er krabbameinsmeðferð erfið og við þurftum að takast á við bakslag fyrir einhverjum vikum síðan, þetta var tvísýnt um tíma og ég hélt í skamma stund að ég myndi missa mömmu. En lyfjameðferð gengur vel og mömmu líður eins vel og hægt er að vona.“

Kristín mætt í boxhringinn og reiðubúin í slaginn gegn þeim vágesti sem krabbamein er

Í viðtalinu sagði Guðbjörg aðspurð að skilaboðin væru skýr: „Í laginu er ég ekki bara að syngja um það að sleppa, lifa og njóta því lífið er núna; lagið fjallar líka um að standa saman og berjast gegnum hvers konar erfiðleika, hlúa að sínum nánustu og sjálfum sér eins mikið og hægt er. Að njóta þess að lifa í krafti kærleikans sem er ávallt mestur.“

MANNLÍF óskar þeim mæðgum Kristínu og Guðbjörgu Elísu alls hins besta. Hér má sjá sumarsmellinn Lífið er núna sem er óður til Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra en Kristínu má sjá í gervi boxhetju sem ræðst með alefli á þá illvígu vá sem krabbamein er.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -