Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Forstjóri Domino’s á Íslandi sigraðist á krabbameini: „Lífið er oft soðin ýsa og skúringar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forstjóri Domino’s á Íslandi, Magnús Haf­liða­son, byrjaði að hlaupa utan vega eftir að hafa greinst og barist við krabbamein í eitlum.

Metnaðarfullur og baráttuglaður forstjórinn stefnir á hálft Reykja­víkur­mara­þon og mun þar hlaupa fyrir Kraft, stuðnings­fé­lagið fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba­mein.

Magnús segir að hann „sé nýfrelsaður til utanvegahlaupa. Ég byrjaði að hlaupa í október og hef bara eiginlega ekki hætt síðan.“

Hann segir einnig að hann sé „algerlega helsjúkur af hlaupa­bakteríunni,“ en hann fer út að hlaupa allt að fjórum sinnum í viku og leggur í kringum hundrað kílómetra að baki á mánuði.

Bætir við:

„Fyrir mér er bara einstakt að vera einhvers staðar úti í náttúrunni. Ég er minna fyrir götuhlaupin og finnst langbest að vera einhvers staðar úti í sveit, helst einn með sjálfum mér. Það er eitthvað alveg sérstakt við það. Mér finnst líka eitthvað svo fallegt við einfaldleikann í hlaupunum. Þú getur bara reimað á þig skóna og hlaupið út. Ég reyndar bý svo vel uppi í Grafarholti og er bara með Hólmsheiðina í bakgarðinum. Rauðavatn og það allt saman, þannig að maður bindur bara á sig skóna og hleypur af stað.“

- Auglýsing -

Magnús mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, laugardaginn 21. ágúst, en segist ekki vera „tilbúinn í heilt strax og ætla að taka hálft maraþon; ég ræð við það,“ segir hann og mun hlaupa fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

- Auglýsing -

Sem forstjóri Domino´s stefnir Maggnús á að „reyna að ná saman hundrað starfsmönnum hjá Domino’s til að hlaupa fyrir Kraft og setja markið hátt. Ég er að vonast til þess að okkur takist að búa til alvöru stemningu og alvöru pening fyrir Kraft. Það starfa um sex hundruð manns hjá okkur, þannig að ég held að það sé alveg mögulegt að ná hundrað og setja smá kraft í þetta.“

Magnús segist hafa verið slappur og veikur í nokkra mánuði áður en hann greindist með eitlakrabbameinið fyrir fimm árum síðan:

„Þá var ég 35 ára og bjó í Noregi þar sem við vorum að standsetja Domino’s. Ég fór bara í þessa hefðbundnu meðferð með öllu sem því fylgir. Sex lyfjameðferðir og sex sinnum í geislameðferð.“

Hann nefnir varðandi Kraft og krabbamein að „þetta stendur manni dálítið nærri vegna þess að maður veit alveg hversu mikil áskorum þetta getur verið og reynir kannski dálítið öðruvísi á yngra fólk,“ segir hann og bendir á að þegar ungt fólk greinist er það oft á vinnumarkaði; jafnvel að byggja upp feril; eignast börn og þar fram eftir götunum.

„Þú átt að minnsta kosti aldrei von á þessu og í þessum aðstæðum kemur þetta manni einhvern veginn meira á óvart. En þú ert bara með eitt markmið; að klára þetta og blessunarlega gengur það nú yfirleitt upp þótt það gangi á ýmsu hjá fólki í gegnum þetta.“

Magnús segir að lokum að á meðan á meðferð stendur verði til hugmyndir um lífið að meðferð lokinni:

„Þegar ég er búinn með þetta þá ætla ég sko að gera þetta og hitt og allt saman og lifa lífinu alveg í botn allan tímann og rúmlega það. Síðan getur manni bara reynst dálítið erfitt og flókið að þurfa svo að átta sig á því að lífið er svo oftar en ekki soðin ýsa á mánudegi, bleyjuskiptingar og skúringar. Það er ekki alveg myndin sem maður hefur í huga sér.“

Heimild: Fréttablaðið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -