Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Kristínu finnst lúxus að fara á eftirlaun: „Ég hélt að ellin væri erfið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hélt að ellin væri erfið en mér finnst hún ekki erfið, mér finnst hún gefa mér mikið frelsi og vera óskaplega góður tími af því ég ræð mér sjálf, get valið mér verkefni til að vinna, lesið bók, hitt fólk eða ferðast. Ég fer í klukkutíma göngu á dag, en það er hluti af því að halda heilsu. Ég læt það ekki eftir mér að hætta að rækta heilsuna,“ segir Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi prófessor við Háskólann á Akureyri í samtali við Lifðu núna.

Hefur aldrei fundist hún gömul 

„Ég varð 75 ára í vor og fannst það mjög há tala,“ segir Kristín og heldur áfram. „Mér fannst býsna ógnvænlegt að verða 75 ára, því mér hefur aldrei fundist ég gömul. Nú hlyti að vera komið að því.“
Kristín hætti að kenna þegar hún var 68 ára, en hefur hún haft í nógu að snúast síðan. Segist hún ekki hafa kviðið því að hætta. „Ég sá fjölda tækifæra fyrir mér. Fannst lúxus að fara á eftirlaun og þurfa ekki að mæta í vinnu á morgnana. Mér leið vel, var frísk og sá fram á að geta gert ýmislegt. Þá var mikilvægt að gera eitthvað sem mig langaði að gera og taka ákvarðanir. Nú finnst mér ég hafa gert það,“ segir hún.

„Það þýðir ekki að sitja og bíða“

Síðan Kristín fór á eftirlaun hefur hún hefur gefið út þrjár bækur, heldur úti 6000 manna Facebook hópi sem heitir Að baka brauð með Kristínu, þar sem hún setur inn uppskriftir og gefur ráð varðandi brauðbakstur og fór áður en covid skall á, vikulega á Hlíð dvalarheimili aldraðra á Akureyri og las fyrir fólk.
Sjálf segir Kristín það vera ákvörðun hvað maður ætli sér á efri árum. Það þýði ekki að sitja og bíða, hver og einn þurfi að taka ákvarðanir. „Það liggur svolítið í loftinu að við eigum að taka lífinu með ró en það er nauðsynlegt að láta reyna á bæði líkama og sál. Ég er ekki að segja að allir þurfi að ritstýra bókum, en held að það sé mikilvægt að reyna á hugann. Til dæmis með lestri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -