Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Kristján Loftsson bjartsýnn sölu hvalkjöts „Værum ekkert að þessu nema að geta losnað við þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ef ég hef ekki þetta leyfi til hvalvinnslu frá þá get ég ekki farið til veiða. Það er bara svo einfalt,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf um ummæli Matvælastofunnar en hún taldi  að deilur milli þeirra við Hval hf hafi ekki verið aðalástæða þess að ekki hafi verið haldið til hvalveiða síðan árið 2018. Deilurnar sem um ræðir hafa staðið yfir í nokkur ár en sagði Kristján að hann hafi staðið í tölvupóstsamskiptum við MAST þar sem hann hafi þurft að svara ótal spurningum.

Freydís Dana Sigurðardóttir, starfsmaður Matvælastofnunnar sagði í viðtali við Mannlíf í vikunni að Kristján hafi fengið fullgilt starfsleyfi í haust.
„Við lítum svo á að ástæðan fyrir því að hann hafi ekki getað veitt hafi ekki verið vegna deilna við okkur, við getum ekki sagt það. Hins vegar er hann kominn núna með fullgilt starfsleyfi síðan í haust.“

Kristján sagði leyfið vera lykilatriði þegar kemur að veiðunum.

„Eins og ég hef skilið þetta kerfi, sem MAST hefur sett upp, þá er forsemda vinnslu matvæla að hafa starfsleyfi frá MAST. Ef svo er ekki, eins og lesa má úr svari Freydísar Dönu Sigurðardóttur, starfsmanns MAST, þá eru það mjög góð og gleðileg tíðindi að fyrirtæki þurfi ekki starfsleyfi frá MAST.“ Aðspurður hvort það væri markaður fyrir hvalkjötið sagði hann svo vera.

„Við værum ekkert að þessu nema að við gætum losnað við þetta og fengið fyrir þetta sæmilegt verð en þetta fer allt eftir genginu,“ en kjötið fer að mestu leyti til Japans

„Kvótinn er 161 hvalur plús  20 prósent í viðbót frá fyrra ári. Eins og þetta hefur verið undanfarin ár hefur þetta verið kannski 150 – 160 hvalir en svo fer þetta eftir veðri.“

- Auglýsing -

Bætti Kristján því við að MAST hafi dýralækni til þess að fylgjast með því þegar gert er að hvölunum en hafi þrátt fyrir það aldrei verið haft samband við hann.

„Það er dýralæknir sem kemur þarna til okkar þegar hver einasti hvalur kemur inn og þegar verið er að skera hann. Það er maður sem að þeir tilefna á okkar kostnað sem að keyrir til okkar og hann er búinn að vera þarna frá 2009 og þekkir þessa vinnslu alveg út og inn hjá okkur,“ sagði hann og bætti við að hann hafi hringt í dýralækninn áður en  hann sendi inn stjórnsýslukæruna til þess að athuga hvort MAST hefði rætt við hann vegna þessa máls.

„Þeir höfðu aldrei hringt í hann eitt einasta símtal,“ sagði Kristján að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -