Sunnudagur 25. febrúar, 2024
0.8 C
Reykjavik

Kristján vann áfangasigur gegn Björgólfi í Hæstarétti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hæstiréttur Íslands ómerkti í morgun tvo dóma í málum sem félög Kristjáns Loftssonar höfðuðu gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Bæði héraðsdómur og Landsréttur höfðu áður vísað málunum frá dómi. Málin varða hlutabréfakaup í Landsbanka Íslands upp á rúmar 600 milljónir króna.

Félög Kristjáns, Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., keyptu hlutabréf í Landsbankanum fyrir samtals 610 milljónir króna á árunum fyrir hrun. Hlutabréfin urðu verðlaus við fall Landsbankans á haustmánuðum 2008.

Kristján vill meina að þegar bréfin voru keypti hafi Björgólfur Thor með saknæmum hætti haldið frá honum og öðrum markaðsaðilum upplýsingum um að Samson eignarhaldsfélag færi með meirihluta atkvæða á hluthafafundum í Landsbankan Íslands og að bankinn hafi stundað umfangsmiklar lánveitingar til félaga sem voru undir stjórn Björgólfs. Þess vegna hafi Landsbankinn í raun átt að teljast sem dótturfélag Samsons og því verið skylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð í hlutabréf þeirra.

Bæði héraðsdómur og Landsréttur vísuðu málinu frá dómi á þeim grundvelli að krafa félaga Kristjáns væru fyrndar þar eð fyrningarfrestur væri fjögur ár samkvæmt núgildandi lögum. Fyrir vikið var ekki tekin afstaða til annarra þátta málsins. Fyrir dómi hélt Kristján því fram að samkvæmt eldri fyrningarlögum, sem voru í gildi þegar stofnað var til viðskiptanna, væru kröfurnar ófyrndar þegar málið var höfðað.

Hæstiréttur tók undir það og sendi málið aftur til héraðsdóms. Málið gæti haft víðtækari afleiðingar því fari svo að niðurstaðan verði Kristjáni í hag er líklegt að aðrir hluthafar hins fallna Landsbanka muni einnig láta reyna á skaðabótamál.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -